Minnisleysi Íslendinga

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju Íslendingar kjósa yfir sig sömu ríkisstjórnina ár eftir ár. Það er sama hvernig hún stendur sig, alltaf skulu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur enda í stjórn. Þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með hrikalegt minni þjóðarinnar. Í hverjum kosningum koma loforðapakkar á stærð við Eimskipsgáma og ekki einu sinni einn þriðji hluti loforðanna er efndur. Samt stendur öllum að því er virðist á sama, alla vega hefur enginn fyrir því að leggja loforðin á minnið þannig að hægt sé að minnsta kosti að fyrirbyggja að svikul stjórn komist til valda á ný. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju Íslendingar kjósa yfir sig sömu ríkisstjórnina ár eftir ár. Það er sama hvernig hún stendur sig, alltaf skulu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur enda í stjórn. Þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með hrikalegt minni þjóðarinnar. Í hverjum kosningum koma loforðapakkar á stærð við Eimskipsgáma og ekki einu sinni einn þriðji hluti loforðanna er efndur. Samt stendur öllum að því er virðist á sama, alla vega hefur enginn fyrir því að leggja loforðin á minnið þannig að hægt sé að minnsta kosti að fyrirbyggja að svikul stjórn komist til valda á ný.

Bananar ekki fjarri lagi
Í öllum þeim hamagangi sem gengið hefur á í íslensku samfélagi síðustu misseri ætti flestum að vera orðið ljóst að íslenska þjóðin býr ekki við það lýðræði sem hún hefur verið rómuð fyrir um allan heim. Langt því frá. Þeir einræðistilburðir ríkisstjórnarinnar með forsætisráðherrann fremstan í flokki sem hafa komið í ljós ættu að vera hugsandi mönnum umhugsunarefni. Það að koma fyrir banönum á tröppum Alþingishússins var í rauninni ekki svo fjarri lagi þegar maður hugsar um valdhroka háttsettra embættismanna og siðleysi þeirra í ákvarðanatöku síðustu missera. Viljum við virkilega verið sett í flokk þjóða þar sem mannréttindi og lýðræði eru fótum troðin? Ég efast stórlega um það en við erum hins vegar á hraðri leið inn í þann hóp. Ég álít það siðleysi af hálfu stjórnmálamanna að treysta ekki þjóðinni til að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Það eru mannréttindi að geta fengið að úrskurða um mikilvæg og umdeild mál þegar sýnt er að valdhafar eru ófærir um að taka ákvarðanir sem almenningur sættir sig við. Það er líka gjörsamlega óásættanlegt að ætla að taka út úr stjórnarskránni eina ákvæðið sem gerir almenningi það kleift að hafa eitthvað að segja um úrlausn mála. Þetta er eini öryggisventill stjórnarskrárinnar og ef hann er tekinn út getur ríkisstjórnin í skjóli stjórnarskrárinnar tekið geðþóttaákvarðanir þvert á vilja kjósenda.

Ýmislegt getur haft áhrif á minnið
Það verður mjög spennandi að sjá útkomu næstu kosninga sem er því miður langt í. Það er að mínu mati slæmt að þurfa að sitja uppi með slíka einræðisstjórn næstu 3 ár. Að fenginni reynslu held ég samt að við komum til með að sitja uppi með þessa stjórn enn lengur, þ.e.a.s. ef minni íslensku þjóðarinnar fer ekki að stórbatna. Svo er nú ýmislegt sem getur haft áhrif á minnið eins og t.d. nýliðin veikindi háttvirts forsætisráðherra. Kannski gleyma einhverjir verkum hans en muna aðeins eftir erfiðum veikindum. En það er aldrei að vita, kannski sér þjóðin að sér í þetta skipti og greiðir atkvæði eftir frammistöðu ríkisstjórnarinnar og þá gæti allt gerst.

Vald spillir
Það er mitt álit að sama ríkisstjórn eigi aldrei að vera of lengi við völd, hvort sem hún er til hægri eða vinstri. Ríkisstjórn á aðeins að vera þann tíma sem hún er að þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Þegar hún er farin að hunsa vilja þjóðarinnar og taka geðþóttaákvarðanir er tími hennar liðinn og hún á að fara frá. Að sjálfsögðu er þetta hægara sagt en gert og líklega er þetta ekki mögulegt. Hugsjónir eiga nefnilega kannski ekki mikið skylt með íslenskum stjórnmálum í dag en það er í lagi að láta sig dreyma.

Lendum við úti í horni í Evrópumálum?
Davíð verður utanríkisráðherra, svo mikið er víst og verðum við því að lifa í óvissu um Evrópusambandið alla vega næstu 3 árin. Hann á örugglega ekki eftir að sýna þeim málum mikinn áhuga miðað við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins gagnvart ESB. Það er afar slæmt ef Íslendingar eiga eftir að lenda einir úti í horni í Evrópumálum og það gæti alveg gerst með Davíð í þessu sæti.

Komin í flokk með þróunarlöndum
Að mínu mati verðum við að taka höndum saman um að endurnýja ríkissstjórnina og koma á sjálfstæði í utanríkismálum. Þó við séum smá getum við haft áhrif án þess að fylgja Bandaríkjunum í alheimsmálum. Það gæti beinlínis verið okkur skaðlegt að vera á stuðningslista þeirra eins og við sáum með Íraksstríðið, þ.e.a.s í sambandi við álit alheimsins. Um daginn sá ég þá frábæru mynd Fahrenheit 9/11 og þar komu fram nöfn landanna sem stóðu við bakið á Bandaríkjunum í Íraksstríðinu. Þar vorum við í flokki með m.a löndum eins og Costa Rica, Marokkó og fleiri slíkum löndum. Ég er alls ekkert að setja út á þessi lönd en þetta styður bara við það sem ég sagði hérna áður að við erum komin í flokk þróunarlanda á fleiri en einu sviði.

En það er von mín að breyting verði á íslenska stjórnmálalandslaginu í næstu kosningum. Vonandi átta sig sem flestir á því að með þessu áframhaldi verða Íslendingar undir járnhæl bæði íhaldssamrar ríkisstjórnar og ekki síður Bandaríkjanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið