Við getum öll haft áhrif!

Áður en ég fór að starfa með flokki taldi ég mér trú um að hinn almenni félagsmaður gæti engin áhrif haft á stefnuna – hún væri mörkuð einhvers staðar í reykfylltum bakherbergjum. Ég hélt að valdaklíkur einokuðu flokkana og nýir menn væru eins og lús milli tveggja nagla. Stundum taldi ég mér líka trú um að allir sem störfuðu í pólitík væru einhvers konar ofurmenni og ættu fátt skylt við venjulegt fólk. Ég hélt að ef ég opnaði munninn yrði ég skotinn í kaf. Þröskuldurinn var svo hár að ég þorði ekki að stíga yfir hann. Í mörg ár hef ég verið pólitískur. Talað um pólitík við matarborðið, við vinina og á skólagöngum. Það eru nokkur ár síðan ég skráði mig í flokk, en það leið þónokkur tími þangað til ég að ég fór að starfa fyrir hann. Og var reyndar hálftregur til í upphafi.

Ég held að það sama eigi við um þúsundir Íslendinga sem hafa brennandi hugsjónir, miklar skoðanir, skýra framtíðarsýn og áhuga á félagsstörfum. Þrátt fyrir krafta sína, atorku og fjölda hugmynda til lausnar vandamálum ganga þeir ekki til liðs við flokkana. Stíga aldrei yfir þröskuldinn.

Öllum er tekið fagnandi
Áður en ég fór að starfa með flokki taldi ég mér trú um að hinn almenni félagsmaður gæti engin áhrif haft á stefnuna – hún væri mörkuð einhvers staðar í reykfylltum bakherbergjum. Ég hélt að valdaklíkur einokuðu flokkana og nýir menn væru eins og lús milli tveggja nagla. Stundum taldi ég mér líka trú um að allir sem störfuðu í pólitík væru einhvers konar ofurmenni og ættu fátt skylt við venjulegt fólk. Ég hélt að ef ég opnaði munninn yrði ég skotinn í kaf. Þröskuldurinn var svo hár að ég þorði ekki að stíga yfir hann.

En smám saman gerði ég mér ljóst að það er enginn þröskuldur. Hann var bara til í huga mér (og líklega margra annarra líka). Ég gerði mér grein fyrir því að flokkarnir taka fagnandi á móti öllum nýliðum. Ég áttaði mig á því að í stjórnmálum er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, bæði ungt og gamalt, langskólagengið og skammskólagengið. Og það er ekki nóg með að allir fái að segja sína skoðun: Jafnvel óbreyttir flokksmenn geta haft áhrif á stefnu flokkanna, náð málum í gegn til hagsbóta fyrir land og lýð. Mótað samfélagið.

Betur sjá augu en auga
Þeim mun fleiri sem taka þátt í flokksstarfi, þeim mun fleiri viðhorf heyrast. Þeim mun fleiri góðar hugmyndir koma fram. Þeim mun betur verður landinu stjórnað.

Flokkarnir þurfa á þér að halda!

Athugið:
Hægt er að skrá sig í Samfylkinguna með því að hringja í síma 551-1660 eða með því að klikka á ,,Skráning í UJ” hér efst á síðunni. Upplýsingar um skráningu í aðra flokka má nálgast á heimasíðum þeirra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand