Orkuveitan verðleggur góða veðrið

Aldrei fyrr hefur jafn kómísk gjaldskrárhækkun á heitu vatni átt sér stað en ástæðan fyrir hækkuninni mun hafa verið gott veður. Líklegt verður að teljast að Orkuveita Reykjavíkur losi sig í framhaldinu við þessa vitlausu viðskiptafræðinga sem vinna þar og ráði veðurfræðinga í staðinn. Hvað svo sem því líður er alveg ljóst að borgarbúar eiga ekki að njóta góðs af góðu veðri. Aldrei fyrr hefur jafn kómísk gjaldskrárhækkun á heitu vatni átt sér stað en ástæðan fyrir hækkuninni mun hafa verið gott veður. Líklegt verður að teljast að Orkuveita Reykjavíkur losi sig í framhaldinu við þessa vitlausu viðskiptafræðinga sem vinna þar og ráði veðurfræðinga í staðinn. Hvað svo sem því líður er alveg ljóst að borgarbúar eiga ekki að njóta góðs af góðu veðri.

Alfreð Smith og hin sýnilega hönd markaðarins
Athyglisvert verður að teljast að Alferð Þorsteinsson , stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að menn muni að sjálfsögðu taka málið til athugunnar aukist notkun landsmanna á heitu vatni á ný. Með öðrum orðum ef eftirspurn eykst þá lækkar verð en ef enginn vill heita vatnið þá hækkar það. Frá hagfræðilegu sjónarmiði má þýða orð Alfreðs á þessa leið: “Mér er skítsama ég ætla að fá minn pening”.

Hitinn í dag er 6% á OR
Þeir fjölmörgu viðskiptavinir OR sem fjárfestu í sjálfvirkum hitastillum og allskonar búnaði til að minnka hita- og rafmagnsreikninginn sinn hafa nú fengið skýr skilaboð frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í fyrsta lagi ekki hlusta á Veðurstofu Íslands heldur kíktu bara á gjaldskránna okkar og í öðru lagi ekki reyna að spara því við áætluðum annað.

Vel rekið eða vel skammtað?
Í kosningabaráttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var ákaft talað um það hve burðugt og vel rekið fyrirtæki Orkuveita Reykjavíkur væri. Þær fullyrðingar eru vel skiljanlegar í ljósi þess að OR þarf ekki að hugsa um kostnað hjá sér heldur skammtar sér tekjur eftir vindi, eða öllu heldur veðri. Þó skal dregið í efa að fyrirtæki sé endilega vel rekið þó stjórnendur þess kunni að skammta því tekjur. Hægt er að temja apa til slíks. Er ekki kominn tími á að stjórnendur OR færi sig nær samtímanum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand