Veruleg kjarabót fyrir barnafólk

Í gær tilkynntu borgaryfirvöld að stefnt væri að því að bjóða 7 stunda gjaldfrjálsa vistun á leikskólum í áföngum á næstu árum. Eftir sem áður þyrftu foreldrar þó að greiða fyrir mat og umframstundir. Í gær tilkynntu borgaryfirvöld að stefnt væri að því að bjóða 7 stunda gjaldfrjálsa vistun á leikskólum í áföngum á næstu árum. Eftir sem áður þyrftu foreldrar þó að greiða fyrir mat og umframstundir.

Þar sem flestir foreldrar eru með börn sín í 8-9 tíma vistun á dag má gera ráð fyrir að leikskólagjöldin verði almennt nálægt 10 þúsund krónum á mánuði þegar áformin verða komin að fullu til framkvæmda.

Breytingin þýðir því kjarabót upp á 250 þúsund krónur á ári fyrir sambúðarfólk með eitt barn í heilsdagsvistun, en 100 þúsund fyrir einstæða foreldra og námsmenn. Það munar svo sannarlega um minna.

Búast má við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfar borgarinnar og lækki leikskólagjöld verulega á komandi misserum, þótt ekki sé endilega víst að útfærsla lækkunarinnar verði eins hjá þeim öllum.

Afar brýnt er samt að skattar verði ekki hækkaðir þrátt fyrir aukin útgjöld til leikskólamála. Hagræða þarf í rekstri sveitarfélaga og/eða nota svigrúm sem skapast í opinberum sjóðum samfara miklum og góðum hagvexti til að fjármagna lækkunina.

Að lokum læt ég fylgja með ályktun sem var samþykkt á Þingi unga fólksins, helgina 11.-13. mars 2005, og gat ég ekki betur séð en að fulltrúar ungliðahreyfinga allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi greiddu henni atkvæði:

ÞUF leggur áherslu á mikilvægi samvinnu milli leik- og grunnskóla, og að nám fimm og sex ára barna verði látið mynda meiri samfellu milli skólastiga. Þingið telur að lækka beri skólagjöld á leikskólum verulega. ÞUF hvetur sveitarfélög til þess að skoða kosti einkarekstrar með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand