Það er ekki að ástæðulausu sem frjálslyndir jafnaðarmenn telja sig öðrum fremur boðberar bæði frelsis og jafnréttis. Skilningur okkar flestra er nefnilega sá að í frelsinu felist ekki einungis vernd gegn helsi, heldur einnig trygging fyrir jöfnum tækifærum. Það er ekki krafa okkar að allir séu jafnir að öllu leyti, heldur að efnahagslegar aðstæður þær, sem hver einstaklingur fæðist inn í, eigi ekki að hafa áhrif á þau tækifæri sem hann hefur til að ná langt í lífinu á eigin forsendum. Þess vegna erum við mótfallin hugmyndum hægrimanna um svokallað ávísanafyrirkomulag í skólakerfinu, sem felur í sér að hið opinbera greiðir ákveðna upphæð fyrir hvern nemanda, en að skólar geti innheimt gjöld umfram þá upphæð, og foreldrar valið skóla samkvæmt því sem þeir hafa efni á. Það er ekki að ástæðulausu sem frjálslyndir jafnaðarmenn telja sig öðrum fremur boðberar bæði frelsis og jafnréttis. Skilningur okkar flestra er nefnilega sá að í frelsinu felist ekki einungis vernd gegn helsi, heldur einnig trygging fyrir jöfnum tækifærum. Það er ekki krafa okkar að allir séu jafnir að öllu leyti, heldur að efnahagslegar aðstæður þær, sem hver einstaklingur fæðist inn í, eigi ekki að hafa áhrif á þau tækifæri sem hann hefur til að ná langt í lífinu á eigin forsendum. Þess vegna erum við mótfallin hugmyndum hægrimanna um svokallað ávísanafyrirkomulag í skólakerfinu, sem felur í sér að hið opinbera greiðir ákveðna upphæð fyrir hvern nemanda, en að skólar geti innheimt gjöld umfram þá upphæð, og foreldrar valið skóla samkvæmt því sem þeir hafa efni á.
Orðið ,,valfrelsi” hljómar vissulega vel, og margir telja það beinlínis rangt að setja sig upp á móti því fyrirbæri. Hins vegar tryggja áðurnefndar hugmyndir ekki valfrelsi allra í skólum. Þær tryggja þeim efnameiri forskot á þá efnaminni varðandi menntun barna þeirra og slíku eru jafnaðarmenn mótfallnir, líkt og í heilbrigðiskerfinu.
Ef skólar eru reknir af einkaaðilum sem inna af hendi skólagjöld, munu þeir skólar, sem rukka hæstu gjöldin hafa efni á bestu kennurunum, aðstæðunum og námsefninu. Og slíkt mun eðli málsins samkvæmt einungis vera á færi þeirra sem mest fé hafa á milli handanna, á meðan þeir snauðu þurfa að sætta sig við að senda börnin sín í lakari skóla. Þannig hafa börn ríka fólksins forskot á önnur, og það gefur þeim betri möguleika á frama og velgengni síðar í lífinu heldur en börnum fátæka fólksins. En þá erum við einmitt komin með aðstæður sem jafnaðarmenn eru mótfallnir, það er, þar sem einstaklingar hafa misjöfn tækifæri til menntunar, og þar sem slík tækifæri ákvarðast af efnahag en ekki áhugasviði og hæfileikum.
Við jafnaðarmenn viljum að allir fái sömu tækifæri til menntunar og njóti sömu heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, og teljum slíkt vera grundvöll fyrir því að menn fæðist og lifi frjálsir og jafnir. Þess vegna ber að efla skólakerfið, veita kennurum mannsæmandi laun, tryggja að aðstæður séu hinar bestu, og að menntun teljist ekki til munaðar heldur sjálfssagðra mannréttinda sem hvorki ríkir né fátækir þurfi að greiða sérstaklega fyrir. Á sama hátt ber að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu sem mismunar engum eftir efnahag. Þá geta allir verið frjálsir, en ekki bara sumir.