Listin að halda kjafti!

Eitt af því sem að fer verulega í taugarnar á mér eru menn sem neita að veita viðtöl þegar um það er beðið. Sérstaklega á þetta við um stjórnmálamenn sem eru einungis í sinni vinnu vegna þess að hluti af fólkinu í landinu ákvað að krossa við flokk þeirra í síðustu kosningum. Og svo bara neita þeir að tjá sig þegar einhver hluti af okkur fólkinu langar til að forvitnast um gjörðir þeirra. Nokkur dæmi eru um þetta undanfarið. Það er ekki langt síðan Halldór Ásgrímsson ákvað neita að svara öllum fjölmiðlum landsins í heila viku þegar umræðan um Íraksstríðið stóð sem hæst í vetur. Hann hélt að kæmist upp með það – ,,málið er margrætt” – var það eina sem kom upp úr honum í heila viku. Auðvitað varð hann að tjá sig fyrir rest. Eitt af því sem að fer verulega í taugarnar á mér eru menn sem neita að veita viðtöl þegar um það er beðið. Sérstaklega á þetta við um stjórnmálamenn sem eru einungis í sinni vinnu vegna þess að hluti af fólkinu í landinu ákvað að krossa við flokk þeirra í síðustu kosningum. Og svo bara neita þeir að tjá sig þegar einhver hluti af okkur fólkinu langar til að forvitnast um gjörðir þeirra. Nokkur dæmi eru um þetta undanfarið. Það er ekki langt síðan Halldór Ásgrímsson ákvað neita að svara öllum fjölmiðlum landsins í heila viku þegar umræðan um Íraksstríðið stóð sem hæst í vetur. Hann hélt að kæmist upp með það – ,,málið er margrætt” – var það eina sem kom upp úr honum í heila viku. Auðvitað varð hann að tjá sig fyrir rest.

Núna um daginn reyndi svo Markús útvarpsstjóri að forða sér undan fjölmiðlum. Stóð eins og íllagerður hlutur að reyna komast inn í lyftu. (Það var svo sem skemmtilegt sjónvarpsefni útaf fyrir sig, Markús að leita að lyftunni!) Hann vildi alls ekki tala við fréttamann Stöðvar tvö. Hann vildi helst bara ekkert tala meira um ákvörðun sína um ráðningu sína á Auðunni Georg. Markús er æðsti maður ríkisstofnunar og lýtur því alveg sömu lögmálum og alþingismenn að mínu mati. Eftir að fréttamenn höfðu loks lýst vantrausti á ákvörðun hans varð hann nú að segja eitthvað. Hann kom í viðtal í Kastljósi og passaði sig að ræða örugglega ekki við neinn annan fjölmiðil.

En af hverju skyldi menn ekki vilja ræða við blaðamenn? Eina sem það sem mig dettur í hug er að menn hafi eitthvað að fela. Eitthvað hlýtur það að vera sem er óþægilegt fyrir viðkomandi. Ef að flestir fjölmiðlar landsins er að spyrja eftir manni getur varla verið málin hafi verið nægilega rædd. Við skulum hafa það í huga að í kosningabaráttu reynir þetta sama fólk koma alls staðar fram til að sýna sýnar bestu hliðar. Ef það fær ekki nægan tíma kvartar það og kveinar. Fjölmiðarnir eru þá mismuna frambjóðendum og stjórnmálaflokkum. Það skyldi þá ekki vera hissa ef að við förum fram á það sama. Það er bara svo aulalegt að vera kvarta yfir því að fá ekki næga athygli og þegar maður getur fengið hana þá hentar það bara ekki. Ef stjórnmálamenn tjá sig bara þegar þeim hentar eru þeir ekki merkilegir stjórnmálamenn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand