Versta stjórnarformið

Nú er það staðfest; Viktori Júszhenko var byrlað eitur í kosningabaráttunni. Var honum gefið svo mikið díoxín að 6.000 sinnum meira er af því í líkama hans en eðlilegt er og hefur meira magn díoxíns aðeins einu sinni áður fundist í manneskju. Með þessu hafa andstæðingar Júszhenkos annaðhvort ætlað að drepa hann eða veikja þrótt hans svo mjög að honum yrði ókleift að taka þátt í forsetakosningunum í landinu. Ekki liggur ljóst fyrir hver eitraði fyrir Júszhenko, en grunurinn beinist auðvitað að yfirvöldum í landinu. Hér á vefritinu hefur áður verið fjallað um hið spillta stjórnarfar í Úkraínu. Að eitrað hafi verið fyrir Júszhenko er mjög svo í stíl við það, s.s. morð á blaðamönnum. Nú er það staðfest; Viktori Júszhenko var byrlað eitur í kosningabaráttunni. Var honum gefið svo mikið díoxín að 6.000 sinnum meira er af því í líkama hans en eðlilegt er og hefur meira magn díoxíns aðeins einu sinni áður fundist í manneskju. Með þessu hafa andstæðingar Júszhenkos annaðhvort ætlað að drepa hann eða veikja þrótt hans svo mjög að honum yrði ókleift að taka þátt í forsetakosningunum í landinu. Ekki liggur ljóst fyrir hver eitraði fyrir Júszhenko, en grunurinn beinist auðvitað að yfirvöldum í landinu. Hér á vefritinu hefur áður verið fjallað um hið spillta stjórnarfar í Úkraínu. Að eitrað hafi verið fyrir Júszhenko er mjög svo í stíl við það, s.s. morð á blaðamönnum. Sumir segja nú ef til vill: „En er eitthvað sannað um það hver drap þessa blaðamenn?“ Jæja, gott og vel. Yfirvöld hafa ekki fengið á sig neinn dóm fyrir þessi morð, en komið hafa upp ískyggilegar vísbendingar um hver ber ábyrgðina, m.a. hljóðupptökur sem vörður í þjónustu fráfarandi forseta, Leoníds Kútsjma, tók upp með leynd á árinu 2000. Á þeim upptökum á forsetinn samtöl við aðra menn sem benda til þess að hann hafi beðið leyniþjónustuna um að losa sig við djarfmæltan blaðamann, Georgí Gongadze, en afhöfðað lík, sem talið var vera af honum, fannst nokkru síðar. Hlaut þetta mál nafnið „Tapegate“ í Úkraínu.

Þessir atburðir vekja auðvitað upp grun um að ríkisstjórn Kútsjma beri ábyrgð á því að Júszhenko var byrlað eitur. Ýmsir telja nokkuð ljóst að honum hafi verið byrlað eitrið þegar hann átti málsverð með mönnum frá leyniþjónustunni, en daginn eftir tók hann að veikjast. Þetta bendir til þess að yfirvöld beri ábyrgð á eiturbyrluninni, einkum þegar haft er í huga með hverjum þau stóðu í kosningabaráttunni, þ.e. andstæðingi Júszhenkos, nafna hans Janúkovítsj. Annað sem bendir til ábyrgðar yfirvalda er fáránleg viðbrögð þeirra og pótintáta þeirra við ásökunum um eiturbyrlunina. Í sjónvarpsstöð, sem eins og langflestir fjölmiðlar í Úkraínu er á bandi yfirvalda og eflaust stýrt af þeim, var því þannig haldið fram að veikindi Júszhenkos stöfuðu af of miklu sushi-áti og í annarri sjónvarpsstöð, sem er í eigu sjálfs tengdasonar forsetans, var tekið viðtal við lækni sem hélt því blákalt fram að eitrun Júszhenkos væri blekking. Þá má nefna að starfsmaður Kútsjma sagði, fyrst eftir að fréttir af eitruninni bárust, að ef Júszhenko hefði drukkið 100 gr af vodka, þegar hann fór að verða slappur, myndi ekkert ama að honum.

Í ljósi alls þessa má segja að ekki þurfi að efast neitt um það hver ber ábyrgð á eiturbyrluninni: Auðvitað séu það stjórnvöld. Og þessi stjórnvöld þykjast vera lýðræðislega sinnuð. Í því sambandi er hollt að hafa það í huga að versta stjórnarformið er ekki grímulaust einræði, eins og sumir gætu haldið. Þar sem einræðisherrarnir þykjast ekkert vera annað en það sem þeir eru – sem sagt: ókjörnir einræðisherrar – mega þeir að minnsta kosti eiga það að þeir eru heiðarlegir hvað það varðar. Mun verri eru þeir sem þykjast vera lýðræðissinnar, halda kosningar og falsa úrslitin sér í hag. Með því er verið að draga dár að almenningi, spila með hann og ljúga að honum. Það er auðvitað ekkert annað en hrein og klár óhæfa.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, miðvikudaginn 15. desember.

_______________
Ath. – fleiri áhugaverðar greinar eftir Þórð um stjórnarhætti og kosningarnar í Úkraínu hafa birst á Mír.is
Harðstjórn í Úkraínu (24. febrúar 2004)
Gervilýðræði (23. nóvember 2004)

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand