Rétt spurning – rangt svar

Ég er ekki alltaf sammála forystunni í Samfylkingunni (kannski sem betur fer). Að loka á sjónvarpsauglýsingar fyrir óhollan mat fyrir klukkan 21 á kvöldin er dæmi um mál sem ég á erfitt með að styðja. Ekki vegna þess að ég hafi ekki sömu áhyggjur, og þeir sem standa að tillögunni, af áhrifum breyttra neysluvenja á heilsu fólks og þar af leiðandi á útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála . Ég er fullkomlega sammála því að um meiriháttar vandamál er að ræða. Við þurfum að grípa til einhverra aðgerða. Skerðing á tjáningarfrelsi auglýsenda er bara ekki rétta leiðin. Ég er ekki alltaf sammála forystunni í Samfylkingunni (kannski sem betur fer).

Að loka á sjónvarpsauglýsingar fyrir óhollan mat fyrir klukkan 21 á kvöldin er dæmi um mál sem ég á erfitt með að styðja. Ekki vegna þess að ég hafi ekki sömu áhyggjur, og þeir sem standa að tillögunni, af áhrifum breyttra neysluvenja á heilsu fólks og þar af leiðandi á útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála . Ég er fullkomlega sammála því að um meiriháttar vandamál er að ræða. Við þurfum að grípa til einhverra aðgerða. Skerðing á tjáningarfrelsi auglýsenda er bara ekki rétta leiðin.

Bandaríkjamenn hafa leitt þessa þróun eða hnignun, eftir því hvað maður vill kalla það. Þar eru, að mér skilst, 40% íbúanna nú þegar of feitir. Þar eru menn einnig nokkrum skrefum á undan okkar í auglýsingamennskunni. Ég get fyllilega tekið undir þau sjónarmið að börn eigi að vernda. Þau er ekki þess umkomin að verjast markaðsbrögðum á sama hátt og fullorðnir. En ég tel að rétta leiðin til að hafa áhrif á starfshætti fyrirtækja sé að skapa umræðu en ekki með því leggja á alls kyns lagaleg höft sem er hvort eð er farið í kringum.

Kokkteilsósusmökkun og tveir danskir gaurar að ræða steiktan kjúkling?
Sjáið bara áfengisauglýsingarnar – skrípaleikur. Hvert leiðir það ef við förum sömu leið með ruslfæðið? Í viðbót við vínþjóna með “kynningar” sínar og smökkun í morgunsjónvarpinu kæmi þá Bibbi Curver og kynnti hamborgarauppskriftir í Kastljósinu. Þetta er náttúrulega úrelt leið. En um leið og við tryggjum tjáningar- og athafnafrelsi fyrirtækja þá verðum við líka að styrkja stofnanir sem sinna forvörnum og fylgjast með því að fyrirtækin fari með rétt mál og ljúgi ekki í auglýsingum sínum. Ef markaðssetning einhverra ákveðinna fyrirtækja reynir síðan óhóflega á siðferðisþol þjóðarinnar þá eigum við einfaldlega að láta það í ljós opinberlega og ekki síður að beina viðskiptum okkar annað. Fyrirtækin óttast ekkert eins og það að skaða ímynd sína. Dæmin um skjót viðbrögð við þrýstingi frá almenningi eru mýmörg. Áhrif heimildarmyndar eins og Super-size me á starfsemi MacDonalds-keðjunnar hafa líklega verið margfalt meiri en nokkur aðgerð ríkisvaldsins hefði getað haft. En umræðan er góð. Og við þurfum mörg að skoða matarræðið okkar – ekki síst sjálfra okkar vegna.

Að öðru…

Röng spurning – rétt svar
Evrópusambandið hefur staðfest að það muni ekki aflétta 15 ára gömlu banni sínu á vopnasölu til Kína. Þetta eru sannkallaðar gleðifréttir og ástæða til að fagna því að skynsemisraddir hafi fengið að ráða í ESB (sem ég viðurkenni að er alls ekki alltaf þó ég vilji samt að Ísland gangi í sambandið). Vopnasölubannið var sett á eftir voðaverkin á Torgi hins himneska friðar. Það er þó ákveðin viðvörun til okkar að það hafi yfirleitt verið til umræðu að aflétta banninu nú þrátt fyrir að mannréttindabrotum í Kína hafi ekki fækkað – nema síður sé.

Vopnaverksmiðja næsta byggðastefnuútspil íslenska viðskiptaráðherrans?
Þegar maður rifjar upp áralanga sleikju íslenskra stjórnvalda gagnvart kínverskum valdherrum og meðvirkni með þeim í óttanum við friðsamleg mótmæli, þá verð ég að viðurkenna að sú spurning vaknar fyrir hvorri ákvörðuninni íslenska stjórnin hefði barist værum við meðlimir í ESB? Miðað við þá utanríkisstefnu sem Davíð og Halldór hafa aðhyllst þá er ástæða til að ætla að þeir hefðu lagst á sveif með Bretum, Frökkum og Ítölum sem vildu taka (mútu)boði Kínverja um aukin gagnkvæm viðskipti gegn því að fá að kaupa vopn frá Evrópu.

***
Sumir vilja að rannsakað verði hvernig við lentum á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir. Ég tel að það gæti verið gagnlegt svona “for the record,” en ég held að eini efinn um hvernig þetta mál kom til sé hvort Davíð hafi látið Halldór vita af því áður en hann skrifaði undir stríðsstuðninginn. Auðvitað er erfitt fyrir nýbakaðan forsætisráðherran að viðurkenna það ef svo hefur verið – en gæti verið gagnlegt fyrir stjórnskipun og lýðræði á Íslandi.

En af því að Kína var hér til umræðu að ofan vil ég bæta því við að það er einnig full ástæða til að láta rannsaka samstarf íslenskra stjórnvalda við kínversku leyniþjónustuna í tenglsum við heimsókn Li Peng hingað fyrir rúmum tveimur árum. Þær ótrúlegu aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til þá eru þess verðar að þær verði skjalfestar og teknar til umræðu á ný í þeim tilgangi að átta okkur á við hvaða borgararéttindi við viljum búa á Íslandi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand