Játningar yfirlýsts ó-jólabarns

Ég er ekkert sérlega mikið jólabarn, hætti að vera það fyrir um fjórtán árum eftir að pabbi dó. Fattaði ekki afhverju það stafaði fyrr en það rann upp fyrir mér að jólin eru hefða- og venjuhátíð. Allar fjölskyldur hafa sínar hefðir og sínar venjur, það komst bara smá los á mínar hefðir þegar höfuð fjölskyldunnar féll fyrir eigin hendi – hann reykti. Núna er ég orðin þroskaðri og eldri og tel mig hafa vit fyrir sjálfri mér. Reykti nú samt einu sinni, er hætt því. Merkilegt nokk að það var ekki áramótaheiti! Sem þroskaðri og eldri einstaklingur er ég að reyna að finna mína eigin hefðir og venjur. Var að reyna að átta mig á því hverjar þær væru en ég hef ekki getað það. Kannski eru mínar hefðir og venjur hreinlega þær að hafa ekki neinar?!? Ég er ekkert sérlega mikið jólabarn, hætti að vera það fyrir um fjórtán árum eftir að pabbi dó. Fattaði ekki afhverju það stafaði fyrr en það rann upp fyrir mér að jólin eru hefða- og venjuhátíð. Allar fjölskyldur hafa sínar hefðir og sínar venjur, það komst bara smá los á mínar hefðir þegar höfuð fjölskyldunnar féll fyrir eigin hendi – hann reykti. Núna er ég orðin þroskaðri og eldri og tel mig hafa vit fyrir sjálfri mér. Reykti nú samt einu sinni, er hætt því. Merkilegt nokk að það var ekki áramótaheiti! Sem þroskaðri og eldri einstaklingur er ég að reyna að finna mína eigin hefðir og venjur. Var að reyna að átta mig á því hverjar þær væru en ég hef ekki getað það. Kannski eru mínar hefðir og venjur hreinlega þær að hafa ekki neinar?!?

Mér er svo sem sama hvar ég er um jólin. Hef prófað að vera ein, hjá systkinum, hjá mömmu, með vinum, hef verið í vinnunni, hef verið veik og út úr heiminum af verkjalyfjum. Öll þessi jól voru alveg jólaleg, bara á mismunandi hátt. Ég er nefnilega að átta mig á því að jólin eru kannski ekki einhver staðsetning, einhver tímasetning eða einhver ákveðinn viðburður sem hægt er að benda einfaldlega á, jólin eru mun fremur tilfinning og eitthvað sem fylgir manni í huga. Þó svo ég fullyrði iðullega að mér leiðist jólin þá geri ég það ekki neitt. Ég elska jólin, ég hreinlega tilbið stemninguna sem myndast í hjarta mínu og þá tilfinningu sem ég upplifi þegar ég geng um bæinn og sé glöð andlit, rjóðar kinnar og jólaljós.

Ég hef skapað mitt eigið jólaland í íbúðinni minni, það er eins og jólin hafi ælt þar inni. Mér finnst það æðislegt og satt best að segja langar mig mest í prjónapeysu með hreindýri framan á og bjöllum hangandi í. Ég held ekki upp á jólin vegna fæðingu frelsara okkar (mig langar að svo sé en það er bara ekki satt), heldur vegna þess að ég nýt þess í botn að hitta vini og vandamenn. Skammdegismyrkrið sem leggst um allt eins og þykk ullarværð getur verið kæfandi ef ekki væru fyrir lítil dansandi og marglit jólaljós. Ég verð aldrei eins gjafmild og um jólin, ég helli aldrei eins oft upp á kaffi og á aðventunni og ég verð aldrei eins góð við sjálfa mig og um jólin. Ég er kannski ein af fáum sem gefa sér jólagjafir. Ég er alltaf ánægð með það sem ég gef mér. Ég er viss um að flestir þarna úti séu jólabörn en vegna einhverrar lífsreynslu sem þeir hafa gengið í gegnum eða eru að ganga í gegnum brynja þeir sig upp og neita að viðurkenna mátt dansandi jólaljósa. Allir hafa eitthvað til þess að gleðjast yfir, þó það væri ekki nema það að hafa sjón til þess að geta lesið játningar þessar. Sjáirðu játingar ó-jólabarns geturðu séð jólaljósin og þá gleði í andlitum sem lýsa upp skammdegið. Ég hef ekki tækifæri til að skrifa aðra grein hér á politik.is og vil því hér með þakka kærlega fyrir mig og óska ykkur gleðilegra jóla og ánægjulegra áramóta. Að lokum með orðum Megasar geng ég til jólaljóssins með seríu í hjarta og músastiga um hálsinn: Smælaðu framan í heiminn og þá smælar heimurinn framan í þig.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið