Verndum Þjórsá: Samfylkingin heimsækir íbúa

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Nú gefst Ungum jafnaðarmönnum og öðru Samfylkingarfólki einstakt tækifæri til þess að kynna sér baráttuna gegn virkjanaáætlunum í neðri Þjórsá.

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, verður leiðsögumaður og fræðir fólkið um svæðið og söguna. Þjórsárfólk býður í súpu, brauð á lífræna búinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og ræðir um framtíð svæðisins og möguleika.

Mikilvægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á netfangið uj@samfylking.is svo hægt sé að áætla fjölda fólks í rútu og mat.

Vægt og námsmannavænt gjald verður tekið fyrir rútuferðina.

Allir að mæta og sýna samstöðu með frábæru fólki og góðum málstað!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur