Verndum Þjórsá: Samfylkingin heimsækir íbúa

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Nú gefst Ungum jafnaðarmönnum og öðru Samfylkingarfólki einstakt tækifæri til þess að kynna sér baráttuna gegn virkjanaáætlunum í neðri Þjórsá.

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, verður leiðsögumaður og fræðir fólkið um svæðið og söguna. Þjórsárfólk býður í súpu, brauð á lífræna búinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og ræðir um framtíð svæðisins og möguleika.

Mikilvægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á netfangið uj@samfylking.is svo hægt sé að áætla fjölda fólks í rútu og mat.

Vægt og námsmannavænt gjald verður tekið fyrir rútuferðina.

Allir að mæta og sýna samstöðu með frábæru fólki og góðum málstað!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand