FNSU – feminísk samtök

,,Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum skilgreina nú samtök sín, FNSU, sem feminísk samtök“. Segir Eva Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UJ eftir FNSU þingið.Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum skilgreina nú samtök sín, FNSU, sem feminísk samtök. Á þingi FNSU í Helsinki fyrr í sumar tókust ungir jafnaðarmenn á um orðlag ályktunar frá þinginu varðandi stöðu Norðurlandanna í kynjajafnréttismálum og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þingsins að í ályktuninni væri FNSU lýst sem femínískum samtökum. Andstæðingar tillögunnar báru fyrir sig að ólík merking væri á orðinu femínismi milli ríkjanna. Þeir sem mæltu með notkun orðsins vildu aftur á móti sýna gott fordæmi og nota orðið, enda þýðing þess skýr.

Efni ályktunarinnar, sem íslenskir ungir jafnaðarmenn lögðu fram, var einmitt forskot Norðurlandanna í kynjajafnréttismálum og mikilvægi þess að halda áfram að leiða ríki heimsins í átt að meira réttlæti milli kynjanna. Lögð var áhersla á að ríkin á Norðurlöndum og í Eystrarsaltinu færu að fordæmi Svía og Norðmanna og gerðu kaup á vændi ólögleg. Þá var bent á mikilvægi þess að berjast gegn neikvæðum staðalímyndum og misrétti milli kynja alls staðar í samfélaginu, hvort sem í klámiðnaðinum eða inni á heimilum.

Þing FNSU ályktaði um fimm önnur mikilvæg málefni; Átökin milli Ísraela og Palestínumanna; Mengun í Eystrarsaltinu; Mannréttindabrot og stjórnarfar í Hvíta Rússlandi; Ofbeldi gegn stjórnarandstöðunni í Úganda og Samnorrænar reglur um vopnaframleiðslu.

Eystrarsaltsríkin tóku þátt í fyrsta sinn sem fullgildir meðlimir í FNSU og lögðu Eistar fram ályktun um aðgerðir vegna mengunar í Eystrarsaltinu. Hafið telst nú vera ólífvænlegasta haf veraldar, á eftir Dauða hafinu. Undanfarna öld hafa löndin allt í kring ausið ógrynni efnaúrgangs frá iðnaði og landbúnaði í hafið sem veldur því að þar þrífst nánast ekkert kvikt líf. Þá er því fyrirætlaðri gasleiðslu milli Rússlands og Þýskalands mótmælt. Framkvæmdir við hana skapa hættu á enn meiri mengun í hafinu þar sem að á botni þess er að finna ótal vopna frá stríðum síðustu aldar.

Þingið þótti heppnast einstaklega vel og tóku sendinefndir allra þjóða virkan þátt í dagskránni. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi hafa tekið virkan þátt í starfi FNSU síðan um áramót og eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn líkt og öll aðildafélögin. AUF, ungir jafnaðarmenn í Noregi, tóku við forsæti samtakanna á þinginu og leiða því starf FNSU næstu tvö árin. Næsti fundur framkvæmdastjórnar FNSU er áætlaður í september.

Fulltrúar UJ á þinginu í Helsinki voru Anna Pála Sverrisdóttir formaður, Ásgeir Runólfsson alþjóðafulltrúi, Eva Kamilla Einarsdóttir varaformaður og Eva Bjarnadóttir framkvæmdastjóri.

Á forsíðumyndinni eru þau Kaare frá Danmörku, Martin formaður AUF og Emma

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand