Verðsamráð í pólitísku skjóli

Þetta mál er alvarlegt fyrir viðskiptalífið og er atlaga að frjálsum markaði. Nánast allir ábyrgðarmenn þessa máls tengjast einum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðisflokknum. Aðeins einn flokkur telur að ekki eigi að beita háum sektum í samráðsmálinu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Aðeins einn flokkur hefur amast yfir umræðunni og telur að leki upplýsinga til fjölmiðla sé alvarlegri en sjálfur glæpurinn og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Aðeins einn flokkur hefur barist hatramlega gegn því að sett séu lög um fjármál stjórnmálaflokkana og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Verðsamráð er einn alvarlegasti glæpur viðskiptalífsins gegn neytendum og hinum frjálsa markaði. Sumir hafa sagt að ekki eigi að ræða meint samráð olíufélaganna og stjórnenda þeirra fyrr en lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar liggur fyrir. Þetta er röng nálgun á máli sem sannarlega er þörf á að ræða. Hins vegar á ekki að fella dóma yfir einum eða neinum fyrr en að niðurstaða málsins liggur fyrir.

Umræðan borgar sig

Sakir mikillar umræðu og þrýstings, m.a. frá stjórnmálamönnum, hefur ríkislögreglustjóraembættið komið að málinu með formlegum hætti eins og embættið vildi þótt lög krefjist þess ekki. Í raun kveða lög um meðferð opinbera mála á um að lögreglan skuli hafa afskipti af málum ef grunur er um refsivert brot hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Í þessu máli lá ekki einungis fyrir grunur um refsivert brot heldur játningar forstjóra eins olíufélaganna í blöðunum.

Það er því óskiljanlegt af hverju ríkislögreglustjóri hefur ekki þegar hafið rannsókn. Áður en umræðan hófst hafði ríkislögreglustjóri ákveðið að gera ekkert þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið frá Samkeppnisstofnun fyrir meira en mánuði. Það er lykilatriði að rannsókn lögregluyfirvalda hefjist sem fyrst þar sem hún ein rýfur fyrningarfrestinn.

Grænmetismálið er víti til varnaðar en þar reyndust alvarleg afbrot fyrnd. Það eru mýmörg dæmi þess að lögreglan rannsaki mál samhliða eftirlitsstofnun og má þar nefna skattamál. Umræðan mun einnig skila neytendum ávinningi því nú þegar hafa tvö ný fyrirtæki lýst áhuga að koma á bensínmarkaðinn og hefur annað þeirra flýtt sínum áformum.

Pólitísk ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna

Mál olíufyrirtækjanna snerta hins vegar ekki einungis slæmt viðskiptasiðferði, meint lögbrot og siðblindu heldur eru ýmsir pólitískir fletir á málinu. Samkeppnisstofnun hefur búið við fjársvelti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hér er því um að ræða pólitíska ábyrgð á seinagangi málsins og þar af leiðandi pólitíska ábyrgð á hugsanlegri fyrningu þessara brota.

Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi að hann hafi skynjað að eitthvað óeðlilegt hafi verið í gangi. Í ljósi þeirra ummæla er fróðlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hann gerði ekkert til að efla Samkeppnisstofnun eins og sárlega þurfti. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á tryggingarfélögunum hefur nú staðið í 6 ár og hugsanlega hafa sakir fyrnst þar vegna þessa fjársveltis.

Mikilvægt er að hafa í huga að forstjórar og stjórnarmenn olíufélaganna eru ekki einhverjir menn úti í bæ. Allir þessir menn hafa haft mikla pólitíska vigt og hafa tekið virkan þátt í landsfundum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sumir í áratugi, og mótað stefnu þessara flokka með beinum hætti. Svo þegar málið er hvað mest í fjölmiðlum og svara er þörf láta þessir einstaklingar ekki ná í sig, m.a. vegna þess að þeir eru á laxveiðum á kostnað almenningshlutfélaga.

Stjórnarmenn olíufélaganna bera mikla ábyrgð á þessum meinta þjófnaði frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hlutafélagalögin eru mjög skýr varðandi ábyrgð stjórnarmanna og starfa forstjórar í þeirra umboði. Oft eru þetta sömu mennirnir sem sitja í stjórnum olíufyrirtækjanna og í þeim fyrirtækjum sem á að hafa verið svindlað á. Hluthafar þessara fyrirtækja verða að spyrja sig hvort þessum mönnum sé stætt að sitja lengur í stjórnum þeirra. Flestir þessara stjórnarmanna hafa lengi verið forystumenn í Sjálfstæðisflokknum.

Það er einnig með ólíkindum að þáttur fyrrum millistjórnanda sé orðið að aðalatriði í málinu. Forstjórarnir og stjórnarmennirnir sem bera bæði siðferðilega og lagalega ábyrgð í málinu virðast sleppa frá umræðunni. Að sjálfsögðu ber Þórólfur Árnason ábyrgð á sínum gjörðum sem millistjórnandi og hann hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum að hans mati. Það er meira en hinir raunverulegu ábyrgðarmenn málsins hafa gert.

Sjálfstæðisflokkur gegn Samkeppnisstofnun

Það er ein stjórnmálahreyfing í landinu sem hefur ályktað um að leggi skuli niður Samkeppnisstofnun og það er ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins. Þessi hreyfing á nú málsvara á Alþingi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi fundið starfi samkeppnisyfirvalda allt til foráttu. Verslunarráð, sem hefur lengi átt fulltrúa í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft amast við Samkeppnisstofnun og sama hafa Samtök atvinnulífsins gert en báðum þessum samtökum er stjórnað að mestu leyti af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.
Sinnuleysi og fjársvelti ríkisstjórnarinnar í málefnum samkeppnismála í landinu sýnir vel hugmyndafræðilegan ágreining milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Það skulu kjósendur muna.

Þetta mál er alvarlegt fyrir viðskiptalífið og er atlaga að frjálsum markaði. Nánast allir ábyrgðarmenn þessa máls tengjast einum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðisflokknum. Aðeins einn flokkur telur að ekki eigi að beita háum sektum í samráðsmálinu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Aðeins einn flokkur hefur amast yfir umræðunni og telur að leki upplýsinga til fjölmiðla sé alvarlegri en sjálfur glæpurinn og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Aðeins einn flokkur hefur barist hatramlega gegn því að sett séu lög um fjármál stjórnmálaflokkana og það er Sjálfstæðisflokkurinn.

Þegar á hólminn er komið er Sjálfstæðisflokkurinn ekki málsvari frjálsar samkeppni og frjáls framtaks heldur varðhundur sérhagsmuna hinna fáu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið