Tryggingarfélögin og leynimakkið í kringum þau

Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undanfarna daga um samráð tryggingarfélaganna og hve umsvifamikil þau hafa verið í raun og veru. Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar hefur er áhugaverð lesning og hún er jafnframt þörf áminning um hve mikilvægt sé að hafa sterkar eftirlitsstofnanir í þjóðfélaginu Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undanfarna daga um samráð tryggingarfélaganna og hve umsvifamikil þau hafa verið í raun og veru. Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar hefur er áhugaverð lesning og hún er jafnframt þörf áminning um hve mikilvægt sé að hafa sterkar eftirlitsstofnanir í þjóðfélaginu.

Víðtækt samráð
Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar sýnir fram á hve samráð tryggingarfélaganna hafa verið samræmd og samtaka undanfarin ár ef ekki áratugi. Það er eiginlega sama á hvaða svið maður lítur, allsstaðar koma ásakanir fram. Undanfarna daga hefur mátt sjá ásakanir Samkeppnisstofnunar um víðtækt samráð í ökutækjatryggingum, fiskiskipatryggingum, vátryggingarmiðlurum, starfsábyrgðartryggingum, þjónustu, viðskiptakjörum og upplýsingamiðlun.

Reyna að tryggja sig
Það hefur verið einstaklega áhugavert að fylgjast með svörum tryggingarfélaganna um þessi mál, maður hefur lesið alls kyns tilsvör og málflutningur þeirra er um margt fátæklegur. Sérstaklega er umræðan um fyrningu allrar athygli verð. Þannig eru tryggingarfélögin að reyna að baktryggja sig, þar sem þau vita upp á sig skömmina reyna þau að beita fyrir sig fyrningu svo ekki þurfi að greiða sektir né biðja almenna neytendur afsökunar á neinn hátt. Því fer síðan fjarri að taka ábyrgð á áralöngu misferli, betra er heldur að halda áfram að skara eld að eigin köku svo lengi sem kostur er á.

Beint eða óbeint stundað ólöglegt samráð
Það verður ekki umflúið að þetta eru alltof mörg mál, bæði umsvifamikil og, til að eðlilegt geti talist. Staðreyndin er einföld, tryggingarfélögin hafa stundað þessa iðju árum saman og nú þegar brugðist er við beita þau fyrir sig fyrningum og öðru slíku. Það fer ekki á milli mála að tryggingarfélögin hafa beint og óbeint stundað ólöglegt samráð í gegnum árin og þannig brotið samkeppnislög á ýmsan hátt. Vonandi mun lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar endanlega staðfesta þessa frumskýrslu, sem er ítarleg, og þau fyrirtæki og aðilar sem koma að þessum málum verði dregnir til ábyrgðar.

Og svo munu einhverjir segja…
Síðan mun ábyggilega koma upp umræðan um hvort eftirlitsstofnanir eigi almennt að fá að vera við lýði á Íslandi í dag. Einhverjir munu vafalítið telja að stofnun eins og Samkeppnisstofnun hindri almenna þróun markaðarins þar sem allir eru jafnir og samkeppni þróist á fjörugum mörkuðum. Frjálsræðið leiðir nefnilega af sér svo mikið frelsi þannig að samkeppnin blómstrar sem aldrei fyrr og allir lifa hamingjusamir til æviloka.

Eða þannig.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand