Vér meðmælum öll!

Magnús Már Guðmundsson formaður Ungra jafnaðarmanna segir Unga jafnaðarmenn styðja réttinda- og hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla og aðra opinbera háskóla hér á landi og hvetur félagsmenn hreyfingarinnar til að taka þátt í meðmælum stúdenta við Háskóla Íslands á fimmtudaginn sem og undirskriftarsöfnun þeirra. Kæru félagar.

Þessa vikuna mæla stúdentar við Háskóla Íslands með háskólamenntun og bera meðmælin yfirskriftina ,,Vér meðmælum öll”. Í fyrradag hófst undirskriftasöfnun á slóðinni: http://student.is/undirskriftir. Þar er að finna yfirlýsingu sem að námsmenn og aðrir Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir.

Meðmælin munu ná hámarki nk. fimmtudag þegar að stúdentar ætla að safnast saman fyrir framan Aðalbyggingu HÍ kl. 15:00, en þaðan verður gengið að Alþingishúsinu og haldin verða meðmæli á Austurvelli kl. 15:30. Nánari upplýsingar um meðmælin má nálgast á vefsíðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands http://student.is

Þekking er mikilvægasta forsenda allra framfara. Í því ljósi hlýtur fyrirkomulag menntamála að vera eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks. Í nýsamþykktri menntastefnu UJ kom fram skýr vilji hreyfingarinnar að menntamál yrðu sett í algjöran forgang og að þau yrðu eitt af stærstu baráttumálum Samfylkingarinnar á komandi kosningaári. Gjarnan er gripið til hátíðlegrar umræðu um menntamál á opinberum vettvangi, en talsverð vöntun er á málefnalegri umræðu um menntun, skóla og leiðir til að bæta íslenskt menntakerfi. Í ályktun landsþingsins segir jafnframt: ,,Núverandi forgangsröðun íslenskra stjórnvalda þarf að breyta. Það er óásættanlegt að landbúnaður fái meira fjármagn beint og óbeint frá ríkinu en allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands samanlagt. Er engu líkara en að núverandi ríkisstjórn meti sauðkindina meira en námsmenn þegar kemur að opinberum fjárframlögum og tollavernd.“

Ungir jafnaðarmenn styðja réttinda- og hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla og aðra opinbera háskóla hér á landi. Félagsmenn hreyfingarinnar eru hvattir til að taka þátt í meðmælunum á fimmtudaginn sem og undirskriftarsöfnunni.

Með baráttukveðju,
Magnús Már Guðmundsson form. UJ

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand