Veitum ungum frambjóðendum brautargengi í Hafnafirði og á Akureyri

Það hefur stundum verið að sagt að hægt sé að sjá hvort stjórnmálaflokkur sé á uppleið eða niðurleið með því að líta á yngstu meðlimi hans. Flokkur með engar nýjar hugmyndir á erfitt með að laða til sín ungt fólk. Samfylkingin var einmitt skv. kosningarannsóknum stærsti flokkurinn meðal yngstu kjósendanna í síðustu alþingiskosningum. Ef kenningin sem nefnd var hér í upphafi stenst þá er Samfylkingin rétt að byrja sitt blómaskeið. Það er kraftur í ungu Samfylkingarfólki og æ fleiri kjósa að vinna hugsjónum sínum brautargengi innan Samfylkingarinnar. Það hefur stundum verið að sagt að hægt sé að sjá hvort stjórnmálaflokkur sé á uppleið eða niðurleið með því að líta á yngstu meðlimi hans. Flokkur með engar nýjar hugmyndir á erfitt með að laða til sín ungt fólk. Samfylkingin var einmitt skv. kosningarannsóknum stærsti flokkurinn meðal yngstu kjósendanna í síðustu alþingiskosningum. Ef kenningin sem nefnd var hér í upphafi stenst þá er Samfylkingin rétt að byrja sitt blómaskeið. Það er kraftur í ungu Samfylkingarfólki og æ fleiri kjósa að vinna hugsjónum sínum brautargengi innan Samfylkingarinnar.

Tveir fulltrúar þessa hóps bjóða sig fram í prófkjörum innan flokksins sem fram fara á morgun laugardag. Margrét Gauja Magnúsdóttir er 28 ára formaður UJH og hefur verið meðal hinna mest áberandi í ungliðahreyfingu flokksins um nokkura ára skeið. Margrét Krístin Helgadóttir hefur sömuleiðis gegnt trúnaðarstörfum fyrir ungliðahreyfingu flokksins en hún hefur bæði gegnt stöðu ritara og formanns í Stólpa, félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri. Margrét Kristín er 23 ára laganemi við Háskólann á Akureyri.

Það er með góðri samvisku sem ég hvet Samfylkingarfólk í Hafnarfirði og á Akureyri til að veita þessum tveimur ungu konum brautargengi í prófkjörinu á morgun og stilli þeim þannig upp í forystusveit flokks okkar fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Ekki einungis er það mikilvægt fyrir framtíð flokksins, fyrir gengi okkar meðal ungra kjósenda eða fyrir möguleika ungliðahreyfingarinnar til að laða til sín fleira fólk. Heldur einnig einfaldlega vegna þess að þarna er um að ræða tvo framúrskarandi kandídata sem munu hafa margt fram að færa í bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði og á Akureyri. Þetta eru framtíðar stjórnmálamenn sem tilbúnar eru að leggja mikið á sig fyrir framgang jafnaðarstefnunar. Ég fagna því sérstaklega að þær skuli gefa kost á sér og að Samfylkingin skuli eiga á að skipa svo hæfum ungum konum í þessi sæti. Þar líta aðrir flokkar til okkar öfundaraugum. Það get ég fullyrt!

Margrét Gauja sækist eftir 4.-6.sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Margrét Kristín sækist eftir 2.-4.sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri

Ég heiti á Samfylkingarfólk að muna eftir þeim þegar þið greiðið atkvæði á morgun!

Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand