Ég heiti Margrét Kristín Helgadóttir og gef kost á mér í 2.-4.sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri sem fram fer í dag. Ég er 23 ára og legg um þessar mundir stund á laganám við Haskólann á Akureyri. Ég heiti Margrét Kristín Helgadóttir og gef kost á mér í 2.-4.sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri sem fram fer í dag. Ég er 23 ára og legg um þessar mundir stund á laganám við Haskólann á Akureyri.
Þrátt fyrir ungan aldur hef ég öðlast nokkra reynslu af stjórnmálastarfi. Ég hef verið meðlimur í Samfylkingunni frá því að hún var stofnuð og meðlimur Stólpa, félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri, frá árinu 2001. Í Stólpa hef ég gegnt bæði hlutverki ritara og formanns.
Mín helstu baráttumál í prófkjörinu snúast um það hvernig við búum að komandi kynslóðum hér á Akureyri, hvernig við gerum Akureyri að eftirsóknarverðum bæ til að búa í fyrir ungt folk. Ég er sjálf gift og á tveggja ára gamla stelpu á leikskóla. Ég er háskólanemi sem borgar af bæði húsnæðislánum og bílaláni og ég er almennur skattgreiðandi. Ég á því auðvelt með að setja mig í spor þessa ört vaxandi hóps íbúa á Akureyri sem eru ungt barnafólk og margt af því er í námi.
Ég tel að það sé síður en svo nógu vel hlúað að þessum hóp og að við getum gert miklu betur, Akureyringar. Við þurfum að bregðast við því að margir fara á atvinnuleysisbætur eftir fæðingarorlof þar til að leikskólaaldri er náð því það er svo dýrt að borga fyrir dagmömmu. Sem lausn á því máli sé ég fyrir mér einskonar foreldralaun sem fólk gæti sótt um í takmarkaðan tíma, lágmarkslaun. Þetta yrði borgað af sveitafélögum en svæðisvinnumiðlun myndi borga þeim á móti. Allt of mikið er um það að fólk flytji til Reykjavíkur eftir útskrift úr námi vegna þess að það fær það ekki vinnu við sitt hæfi hér á Akureyri. Þarna erum við að glata mikilvægum hópi fólks sem gæti stuðlað að fjölbreyttara sveitarfélagi með betri lífskjörum.
Allir sem taka þátt í pólitík vita hvað það er fúlt að vera í minnihluta. Ég tel að það þurfi að á Samfylkingunni, eigi hún að ná góðu fylgi í næstu kosningum, og það ekki seinna en núna. Það þarf að virkja unga fólkið til að taka þátt. Hver man ekki eftir Oddi Helga og Flokki fólksins í seinustu sveitastjórnarkosningum? Hann náði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn og það með því að höfða til unga fólksins. Í því sambandi má einnig nefna Framsóknarflokkinn, en hann er með tvo ungliða úr kjördæminu inni á Alþingi og hefur verið með frambærilega ungliða á lista fyrir sveitastjórnarkosningar hér á Akureyri. Það hefur enda sýnt sig í skoðanakönnunum að þeir hafa notið þessa og átt góðu fylgi að fagna meðal ungmenna á Akureyri á aldrinum 18-24 ára. Ungt fólk er stærsti kjósendahópur Samfylkingarinnar. Þannig á það líka að vera á Akureyri.
Ég hlakka til þess dags þegar að Samfylkingin fær meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar og ég tel mig geta lagt hönd á plóg við að ná því marki.