Veitt í Reykjavíkurtjörn

Vegna hins löngu úrelta forréttindakerfis eru fiskimiðin lokuð fyrir ungu fólki. Kvótalausir aðilar geta ekki hafið rekstur í sjávarútvegi nema borga þeim sem fyrir eru og atvinnufrelsi er ekki í greininni. Því verða ungmenni að láta sér Reykjavíkurtjörn nægja. Ungir jafnaðarmenn héldu til veiða á Reykjavíkurtjörn í dag, þriðjudag, til að minna með táknrænum hætti á hið mikla óréttlæti sem felst í fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Vegna hins löngu úrelta forréttindakerfis eru fiskimiðin lokuð fyrir ungu fólki. Kvótalausir aðilar geta ekki hafið rekstur í sjávarútvegi nema borga þeim sem fyrir eru og atvinnufrelsi er ekki í greininni. Því verða ungmenni að láta sér Reykjavíkurtjörn nægja.

Þá hófu ungir jafnaðarmenn í dag að dreifa tveimur ávísunum, undirrituðum af ríkisstjórninni, þar sem 30.000 tonna viðbótarþorskkvóta er úthlutað. Önnur ávísunin er stíluð á Forréttindahópinn hf. og er að andvirði kr. 4.500.000.000 sem er árlegt leiguverðmæti viðbótarkvótans í óbreyttu kerfi. Hin ávísunin er stíluð á kvótalausu byggðirnar og er að andvirði kr. 0,-

Sjá myndir á kosningavef UJ á lifandi.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand