Klakaböndin bresta

Framundan eru merkilegar og spennandi kosningar. Í fyrsta sinn í sjö áratugi er möguleiki á því að nokkur flokkur geti fengið yfir 30% fylgi, utan Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta sinn í sögunni er möguleiki á því að nokkur flokkur geti komist upp að hlið hans og í fyrsta sinn í 100 ár er möguleiki á því að kona geti orðið forsætisráðherra. Samfylkingin er þessi möguleiki. Breiður og frjálslyndur flokkur grundvallaður á jafnræði, sanngirni og réttlæti. Það verður kosið um það í vor hvort kvótaflokkarnir stjórni áfram eða hvort Samfylkingin fái brautargengi til að breyta. Klakaböndin gætu verið að bresta. Framundan eru merkilegar og spennandi kosningar. Í fyrsta sinn í sjö áratugi er möguleiki á því að nokkur flokkur geti fengið yfir 30% fylgi, utan Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta sinn í sögunni er möguleiki á því að nokkur flokkur geti komist upp að hlið hans og í fyrsta sinn í 100 ár er möguleiki á því að kona geti orðið forsætisráðherra. Samfylkingin er þessi möguleiki. Breiður og frjálslyndur flokkur grundvallaður á jafnræði, sanngirni og réttlæti. Það verður kosið um það í vor hvort kvótaflokkarnir stjórni áfram eða hvort Samfylkingin fái brautargengi til að breyta. Klakaböndin gætu verið að bresta.

Meðferð valdsins
Alveg einsog það verður kosið um óréttlátt kvótakerfi, þjóðarskömmina sem felst í fátæktinni, eitt velferðarkerfi fyrir alla, mannsæmandi aðbúnað aldraðra og markvissa menntasókn, verður kosið um meðferð valds. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, kom að kjarna málsins í frægri Borgarnesræðu sinni. Þar sagði hún m.a.; „Veturinn 1993-´94 lá líka eitthvað í loftinu. Það var almenn krafa um breytt gildismat við stjórn borgarinnar, öðruvísi stjórnarhætti, annað viðmót og betri þjónustu þar sem þarfir fólks væru í fyrirrúmi en ekki minnisvarðaárátta stjórnmálamanna. Þeir stjórnmálaflokkar sem þá voru í minnihluta í borgarstjórn báru sem betur fer gæfu til að verða við þessum kröfum og veita þeim farveg í Reykjavíkurlistanum. Og núna liggur eitthvað í loftinu og það er okkar verkefni í Samfylkingunni að breyta því úr óræðum væntingum í orð og athafnir. En hvað er það sem liggur í loftinu? Er það valdþreytan í ríkisstjórninni? Mislíkar fólki hvernig gæðum og embættum ríkisins er úthlutað til flokksfélaga og gæðinga?“

Það liggur í loftinu
Já, það liggur í loftinu þreyta á óréttlæti, valdhroka og mismunun. Krafan er um sanngjarna stjórnarhætti, lýðræðislegar umbætur og almennar leikreglur þar sem allir standa jafnir. Jöfn tækifæri allra Íslendinga til atvinnufrelsis og mannsæmandi lífs. Það hefur aldrei verið eins áríðandi og núna að fanga kröfuna um breytingar. Til þess teflum við Samfylkingunni. Samfylkingu um réttlæti og þjóðfélagslegar umbætur í smáu og stóru. Við ætlum að lýðræðisvæða samfélagið og færa valdið til fólksins. Við ætlum að stjórna í þágu almannahagsmuna í einu og öllu. Við segjum forréttindum, fyrirgreiðslu og spillingu stríð á hendur. Við ætlum að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti fyrir fólk og fyrirtæki á öllum sviðum samfélagsins.

Tækifærið er núna
Við bjuggum Samfylkinguna til svo hægt væri að skapa betri kjör fyrir aldraða, fátæka, námsmenn, húsnæðislausa, láglaunafólk og alla þá sem þurfa á skjóli að halda. Við bjuggum Samfylkinguna til svo að leikreglur frjálsrar samkeppni ríki á markaði en ekki leikreglur geðþóttans og gæðinganna. Okkar er að gæða Samfylkinguna inntaki og gera að kraftmiklum valkosti til að verða leiðandi afl í samfélaginu. Tækifærið er núna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand