Fyrir tæpum tveimur vikum birtist grein á frelsi.is sem bar heitið ,,Jafnfrétti meðal jafnaðarmanna.” Þar vísar greinarhöfundur í grein undirritaðs frá því um miðjan febrúar sem fjallaði um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Greinarhöfundurinn veltir því jafnframt fyrir sér hvort að kynjahlutföll á listum Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum endurspegli ekki raunverulegan áhuga kynjanna á stjórnmálum. Fyrir tæpum tveimur vikum birtist grein á frelsi.is sem bar heitið ,,Jafnfrétti meðal jafnaðarmanna.” Þar vísar greinarhöfundur í grein undirritaðs frá því um miðjan febrúar sem fjallaði um stöðu kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins. Greinarhöfundurinn veltir því jafnframt fyrir sér hvort að kynjahlutföll á listum Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum endurspegli ekki raunverulegan áhuga kynjanna á stjórnmálum.
Í greininni á frelsi.is var gerð úttekt á stjórnum Ungra jafnaðarmanna um land allt. Þar kemur fram að tæpur þriðjungur af þeim sem sitja í stjórnum UJ eru konur. Er það svo hræðilegt hlutfall? Undirritaður skoðaði þessi mál einnig og sá að hér inná politik.is vantar að setja stjórnina í Reykjanesbæ inná vefinn, en þar er Brynja Magnúsdóttir formaður, sem og nýkjörna stjórn UJ á Norðvesturlandi, en þar eru hlutföllin jöfn milli kynjanna. Heimasíða Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur ekki verið virk síðustu tvær vikurnar þannig að undirritaður hefur ekki getað gert samskonar úttekt á stjórnum SUS. Eitthvað segir manni þó að þar sé hlutfallið ekki eins gott og hjá Ungum jafnaðarmönnum.
Framboðslistar stóru flokkanna
Eins og áður sagði þá velti greinarhöfundur því fyrir sér hvort að kynjahlutföll á listum Sjálfstæðisflokksins endurspegli ekki raunverulegan áhuga kynjanna á stjórnmálum. Ef landið allt er skoðað og litið til þeirra sem skipa fimm efstu sætin á framboðslistum stóru flokkanna kemur í ljós að konur skipa 23 % sæta á listum Sjálfstæðisflokksins, en 47 % hjá Samfylkingunni. Ef aðeins eru skoðuð þrjú efstu sætin minnkar hlutfallið hjá Sjálfstæðisflokknum. Eru þetta hin réttu kynjahlutföll sem endurspegla raunverulegan áhuga kynjanna á stjórnmálum? Ekki er hægt að segja að þessi sýn unga sjálfstæðismannsins sé fögur og beri vott um bjartsýni á betri tíð, allavega ekki í eigin flokki.
Forvitnilegir punktar um Sjálfstæðisflokkinn:
– Engin kona skipar efsta sæti á listum þeirra
– Engin kona úr flokknum átti sæti í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
– Engin kona hefur verið kosin formaður flokksins
– Aðeins ein kona nær að skipa annað sæti á listum þeirra
– Engin kona náði settu marki í Reykjavíkurprófkjöri flokksins í haust
– Engin kona úr flokknum átti sæti í annarri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
– Eini kvenráðherra flokksins skipar 3. sæti flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu
– Engin kona er í fimm efstu sætunum á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi
– Engin kona hefur verið kosin varaformaður flokksins
Samfylkingin
Svona er málum ekki háttað í öðrum flokkum og sérstaklega ekki í Samfylkingunni. Samfylkingin notar samt sem áður ekki kynjakvóta til að raða á lista flokksins. Í fjórum af sex kjördæmum voru haldin prófkjör þar sem karlar og konur áttust við á jafnréttisgrundvelli. Margrét Frímansdóttir varaformaður flokksins skipar efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er forsætisráðherraefni flokksins, Bryndís Hlöðversdóttir þingflokksformaður er í 2. sæti í Reykjavík norður og Jóhanna Sigurðardóttir leiðir lista flokksins í Reykjavík suður.
Flestir eru sammála því að konur eigi ekki að hljóta örugg sæti á framboðslistum vegna þeirrar einföldu ástæðu að þær séu konur. Hvernig stendur samt sem áður á því að aðeins 23 % þeirra sem skipa fimm efstu sætin á listum Sjálfstæðisflokksins eru konur?