Vegferð UJ austur fyrir fjall

Framkvæmdarstjórn UJ mun á morgun fara í vegferð austur fyrir fjall, og afhenda landeigendum aðdáendabréf. Lagt verður af stað klukkan 10:00 á morgun frá Norræna húsinu og er stefnt að því að koma aftur heim seinnipartinn. Allir velkomnir sem vilja. Á morgun mun framkvæmdarstjórn UJ að fara í vegferð austur fyrir fjall. Framkvæmdarstjórnin stefnir að því að hitta landeigendur sem Landsvirkjun hefur plagað í mörg ár með misvafasömum aðferðum. Næstu vikur eða mánuðir skipta líklega öllu máli hvort af þessum virkjunum verður.

Framkvæmdarstjórnin ætlar að afhenda þessum landeigendum aðdáendabréf, enda eiga þau það innilega skilið. Björg Eva Erlendsdóttir fréttamaður ætlar að sjá til þess að tekið verði á móti okkur.

Stefnt er að því að leggja af stað tæplega tíu á morgun frá Norræna húsinu, og komið verður aftur heim seinnipartinn. Þeir sem vilja koma með er bent á að hafa samband við Önnu Dröfn í síma: 867-4262 eða þá í gegnum tölvupóst ada2@hi.is. Allir velkomnir sem vilja, einungis að láta vita hvort fólk sé á sinni eigin bifreið eða ekki.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand