Var kosið um niðurskurð?

Ein mikilvægasta skylda hvers stjórnmálaflokks er að móta stefnu í mismunandi málaflokkum og afla sér stuðnings kjósenda til að koma henni til framkvæmda. Þessari skyldu sinni hafa ríkisstjórnarflokkarnir algerlega brugðist og þá jafnframt brugðist trausti almennings. Þeir voru varla margir kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem gerðu sér grein fyrir því í vor að þeir væru að kjósa yfir sig stórfelldan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Enda var hvergi á væntanlegan niðurskurð minnst í vel hönnuðum og útpældum auglýsingaherferðum þessara flokka. Niðurskurðurinn mun stórlega draga úr öryggi landsmanna allra, lengja biðlista og bitnar óhjákvæmilega á gæðum og þjónustumagni. Ríkisstjórnin er búin að rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum landsmönnum. Ein mikilvægasta skylda hvers stjórnmálaflokks er að móta stefnu í mismunandi málaflokkum og afla sér stuðnings kjósenda til að koma henni til framkvæmda. Þessari skyldu sinni hafa ríkisstjórnarflokkarnir algerlega brugðist og þá jafnframt brugðist trausti almennings. Þeir voru varla margir kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem gerðu sér grein fyrir því í vor að þeir væru að kjósa yfir sig stórfelldan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Enda var hvergi á væntanlegan niðurskurð minnst í vel hönnuðum og útpældum auglýsingaherferðum þessara flokka. Niðurskurðurinn mun stórlega draga úr öryggi landsmanna allra, lengja biðlista og bitnar óhjákvæmilega á gæðum og þjónustumagni. Ríkisstjórnin er búin að rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum landsmönnum.

Kunna ráðherrar ekki að reikna?
Ráðherrar og málpípur ríkisstjórnarinnar hafa farið mikinn á undanförnum mánuðum og misserum og haldið því statt og stöðugt fram að framlög til heilbrigðismála á Íslandi séu hærri en í öðrum OECD ríkjum. Skýringin er að þeirra mati sú að illa sé farið með fé í heilbrigðiskerfinu, jafnvel eigi sér stað bruðl og óráðssía hjá stjórnendum og starfsfólki sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana sem sé orsök viðvarandi rekstrarhalla. Ríkisstjórnin kýs að gleyma því að inn í tölum Íslands um kostnað vegna heilbrigðismála er talinn með kostnaður vegna öldrunarstofnana sem í öðrum OECD ríkjum heyrir að miklu leyti undir félagsmálaráðuneyti. Þessi staðreynd er ítrekuð enn og aftur í grein eftir Ólaf Ólafsson fyrrverandi landlækni í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Heildarkostnaður heilbrigðis- ráðuneytisins vegna öldrunarmála var á síðasta ári 9.5 milljarðar en sá kostnaður ætti ekki nema að litlum hluta að teljast með heilbrigðisþjónustunni ef við ætlum okkur raunhæfan samanburð við OECD ríkin.

Ólafur áætlar að öldrunarþjónustan sé um 1.5% af vergri þjóðar- framleiðslu en samkvæmt reikningshaldi OECD er sá kostnaður færður undir félagsmál en ekki heilbrigðismál. Samkvæmt þessu reikningshaldi yrði heildarútgjöld ríkisins til heilbrigðismála 8.2 – 8.3% af vergri landsframleiðslu í stað 9.2 – 9.4% eins og ríkisstjórnin heldur fram. Hlutfallið er þá mjög svipað meðaltali OECD ríkja. Því verður að álykta að litlar forsendur séu fyrir gífurlegum niðurskurði á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi.

Ólæknandi hugmyndaharðlífi?
Það hlýtur að vera nánast óbærilegt fyrir stjórnendur og annað starfsfólk Landsspítala – Háskólasjúkrahúss að starfa við aðstæður sem þessar. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér, hverjum verður sagt upp og hvaða þjónusta verður skorin af. Ríkisstjórnin kýs líka að gleyma því að verulegur árangur hefur náðst í rekstrarhagræðingu innan Landsspítala – Háskólasjúkrahúss síðastliðin ár. Hagræðing sem m.a. felst í fækkun starfsfólks og styttri biðlistum. Ríkisstjórnin reynir að fela úrræðaleysi sitt og skort á framtíðarsýn í heilbrigðismálum með því að beina spjótum sínum að heilbrigðis- stofnunum og starfsmönnum þeirra. Þannig lætur ríkisstjórnin þá skoðun sína í ljós að starfsmenn og stjórnendur heilbrigðisstofnana séu ekki starfi sínu vaxnir og fari illa með fé skattborgaranna.

Hér á sér stað mikill blekkingarleikur því að vandi heilbrigðiskerfisins felst fyrst og fremst í pólitísku getuleysi og krónísku hugmyndaharðlífi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hvers á gamla fólkið að gjalda?
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í öldrunarmálum er t.d. lýsandi dæmi um óhentugt skipulag sem þjónar illa þörfum gamals fólks. Ríkið ber ábyrgð á, greiðir og skammtar hjúkrunar- og dvalarrými, öldrunarlækningar og endurhæfingu, heimahjúkrun og dagvistun. Sveitarfélagið ber ábyrgð, skammtar og niðurgreiðir heimaþjónustu, félagsstarf og almenna félagsþjónustu. Ef þjónusta ríkisins í sveitarfélaginu er rífleg dregur úr þörf fyrir þjónustu sveitarfélagsins og sveitarfélagið sparar. Ef þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á er af skornum skammti, sem oftast er, eykst þjónustubyrði sveitarfélagsins og ríkið sparar. Oft er það þannig að sveitarfélag annast stofnanaþjónustu fyrir aldraða gegn daggjöldum sem ríkið ákvarðar einhliða. Kostnaðarmat ríkisins einkennist af óskhyggju frekar en bláköldum staðreyndum um raunkostnað af rekstri og aldrei er skilgreint hvaða þjónustu nákvæmlega ríkið er að kaupa með daggjöldunum. Af þessu leiða eilífar deilur milli milli ríkis og sveitarfélaga um fjölda hjúkrunarrýma, skort á heimahjúkrun, raunkostnað við stofnanarekstur o.fl. Gamla fólkið verður bitbein tveggja stjórnsýslustiga og hvorugur aðilinn vill bera ábyrgð á ófullnægjandi þjónustu sem af því hlýst.

Vill einhver réttlæta ástandið?
Svipaða sögu má segja í málefnum fólks með geðraskanir en þar eru tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti, auk sveitarfélaganna sem bera ábyrgð á þjónustunni og hefur úrræðaleysi í þessum málaflokki vakið hörð viðbrögð meðal þjóðarinnar.

Margoft hefur verið sýnt fram á að endurhæfing, félagslegur stuðningur og góð búsetuskilyrði geta dregið verulega úr sjúkrahúsinnlögnum fólks með geðraskanir. Þannig má bæði draga úr kostnaði og ekki síður auka lífsgæði sem því miður eru oft af skornum skammti hjá þessum hóp. Í raun er það óásættanlegt að í þjóðfélagi sem á hátíðarstundum kennir sig við velferð að fársjúkir einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda, neyðist til að sofa undir berum himni og jafnvel leggja sér til munns leifar sem aðrir hafa hent. Aðrir þurfa að búa til langtíma á sjúkrastofnunum, stundum ævilangt, af því að ekki hefur verið komið á fót viðeigandi stuðningsúrræðum úti í samfélaginu.

Enn og aftur eru það deilur og togstreita um fjármagn, skyldur og ábyrgð ásamt algeru stefnuleysi ríkisstjórnarinnar sem bitnar helst á þeim sem síst skyldi. Það er löngu tímabært að taka verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til róttækrar endurskoðunar og hafa þar að leiðarljósi valddreifingu, réttlæti og jafnræði; að ógleymdri almennri heilbrigðri skynsemi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand