Um heilsusamlegar lygar

Þar sem ég er staddur hinum megin á hnettinum er ég ekki innvolveraður í það sem er að gerast á Íslandi. Ekki það að mikið hafi breyst síðan ég fór. Mér skilst að ríkisstjórnin er ennþá að reyna að gera heilbrigðiskerfið svo slæmt að við munum kalla á einkavæðingu til að bjarga okkur. Það er jú eftir allt saman búið að sannfæra okkur að einkavæðing sé svarið – við öllu. Annað sem hefur ekki breyst er það að ríkisstjórn Íslands skuldbatt okkur til að styðja við bakið á innrásinni og hersetningu Íraks. Þar sem ég er staddur hinum megin á hnettinum er ég ekki innvolveraður í það sem er að gerast á Íslandi. Ekki það að mikið hafi breyst síðan ég fór. Mér skilst að ríkisstjórnin er ennþá að reyna að gera heilbrigðiskerfið svo slæmt að við munum kalla á einkavæðingu til að bjarga okkur. Það er jú eftir allt saman búið að sannfæra okkur að einkavæðing sé svarið – við öllu. Annað sem hefur ekki breyst er það að ríkisstjórn Íslands skuldbatt okkur til að styðja við bakið á innrásinni og hersetningu Íraks.

Og stríðið er það sem ég ætla að fjalla um því ef það er eitthvað sem má ekki gleymast er það þetta. Ísland verður að bera sinn hluta af ábyrgðinni á stríðinu og hersetu hinna viljugu þjóða undir forystu Bandaríkjamanna.

Stjórnmálamenn hafa nú komið fram hver á eftir öðrum til að útskýra hvað þeir hafi átt við í raun þegar þeir skuldbundu Íslendinga til að taka þátt í stríðsrekstrinum. Þeir segja nú að þó svo að engin gereyðingarvopn hafi fundist þá hafi stríðið gert margt gott. Við séum laus við Saddam Hussein, að Írakar séu frjálsir og nú sé loks von um að lýðræði skjóti rótum í Arabaheiminum.

Ef ekki hafði verið fyrir þjóðir eins og Ísland
Það er hægt að taka undir með þessum stjórnmálamönnum að vissulega horfi sumt til betri vega fyrir Íraka, en það afsakar ekki að stjórnmálamennirnir lugu að okkur þegar þeir skuldbundu Ísland til að taka þátt í stríðbröltinu. Og þó svo við sitjum langt í burtu og horfum á stríðið í sjónvarpinu þá skulum við ekki gleyma að ef engin hefði veitt stríðsrekstrinum stuðning þá hefði ekki verið neitt stríð til að horfa á. Ef ekki hefði verið fyrir stuðning þjóða eins og Íslands þá hefði ekki verið neitt stríð.

Sömu spurningar – sömu svör
Ástæðan fyrir því að mér svíður sérstaklega undan þessum lygum stjórnmálamannanna er sú að ég er staddur við störf í Ástralíu. Hér er verið að spyrja stjórnmálamennina sömu spurningar og heima og þeir eru að svara alveg nákvæmlega eins. Sörin eru einhvernvegin svona: ,,Vilduð þið heldur að íraskur almenningur væri enn undir hælnum á þessum geðsjúka einræðisherra?” Málið er það að engin vill vera undir hælnum á geðsjúklingum né vita til þess að aðrir séu það, en það var bara ekki ástæðan sem okkur var gefin fyrir stríðsrekstrinum. Það er ekki hægt að gefa eina ástæðu einn daginn og þegar kemur í ljós að hún var innistæðulaus, og þúsundir manna hafa látið lífið vegna hennar, snúið við og sagt ,,Það var ekki þetta sem ég var að meina. Við VILDUM losna við Saddam og líka vopnin”. Nei, ef þú gerir svoleiðis ertu að ljúga. Það vita allir sem stunda viðskipti að þegar gerður er samningur og hann er svikinn þá verða þeir sem samningin gerðu að taka fulla ábyrgð á samningsrofinu, jafnvel þó svo þeir hafi verið blekktir af öðrum. Sama ætti að gilda um stjórnmál, ef maður lýgur, viljandi eða óviljandi þá verður maður að taka afleiðingunum. En auðvitað er þetta bara óskhyggja þar sem stjórnmálamenn finna alltaf leiðir til að snúa sig út úr vanda. En engu að síður verður maður að vona að eitthvað sé um hugsjónir í heiminum.

Innistæðulausar forsendur
Nú, þegar það liggur ljóst fyrir að það þarf að skipta um forsendur vegna stríðsátaka fortíðarinnar (og gaman verður að skoða sögubækur eftir svona 10 ár eða svo) verður að skoða hverjar hinar nýju forsendur eru og hvaða fordæmi þær setja fyrir framtíðina. Ef forsendan stríðsrekstrar framtíðarinnar er sú að losa þurfi fólk undan einræðisherrum þá getum við átt von á því að lesa um það í blöðunum að við séum að fara í stríð við N-Kóreu, Búrma, Kúvæt, Sýrland, Íran, Saudi Arabíu, Tongo eyjar, Simbabwe, Kongó svo nokkur séu nefnd. Vissulega sér hver maður að slíkt gengur ekki upp – og því er þetta innistæðulaus forsenda. Ef forsendan er sú að losna þurfi við ríkisstjórnir sem eru verri við borgara sína en aðrar þá lengist í listanum hér að ofan. En örugglega yrði Kína að vera ofarlega á listanum. Aftur er forsendan hol.

Ef forsendan er notkun gereyðingarvopna þá er ekki hægt að líta fram hjá notkun Bandaríkjamanna á kjarnavopnum í Síðari heimstyrjöldinni. Einnig voru þeim afar laus höndin með sýkla- og efnavopn í Víetnam. Bretar notuðu sýklavopn í Fyrri heimstyrjöldinni og svo mætti lengi telja. Einnig má til gamans geta að Bretar og Bandaríkjamenn stöðvuðu tillögu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hefði fordæmt Íraka fyrir að nota sýkla- og efnavopn gegn Kúrdunum. Þannig að varla er hægt að nota það sem ástæðu.

Heimurinn næsti orrustuvöllur
Ef forsendan var að byggja upp lýðræði í Írak þá er heimurinn næsti orrustuvöllur Bandaríkjamanna. Eða kannski yrði það heimavöllur? Hvað er þá eftir? Á hvaða forsendum fórum við í þetta stríð? Þetta er spurningin sem nú hangir yfir höfðum stjórnmálamannanna og þeir eru með allt sitt fólk í því að búa til svar sem við getum sætt okkur við. Eina sem við þurfum að gera er að gleyma sannleikanum!

Það er gott að muna að sagan er skrifuð af ,,sigurvegaranum”. Ég er til dæmis nokkuð viss um að sögubækur í Kína líta öðruvísi út en okkar. Einnig er ég sannfærður um að Þjóðverjar töldu sig vera að gera rétt þegar þeir sögðu heiminum stríð á hendur. Mannskepnan er nefnilega þannig gerð að henni finnst hún alltaf vera að gera rétt – jafnvel þegar hún er að draga heiminn niður í holræsin með sér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand