Lággæði – Háskuldasjúkrahús

HáskuldasjúkrahúsLSH hefur farið gríðarlega fram úr fjárheimildum síðastliðin ár. Langmestur kostnaðurinn liggur í launum, en einnig hafa lyfin verið mjög dýr. Ríkisstjórnin er búin að hrella stjórnendur ár eftir ár með auknum þrýstingi um niðurskurð. Síðastliðið ár var þó gefinn friður, þar sem kosningar stóðu yfir. Skellurinn varð því harðari í ár. Nú er orðið ljóst að 36 manns hafa fengið uppsagnabréf þessi mánaðarmót. Allt í allt verður sparað um 180 ársverk. Þetta er ástandið sem Íslendingar kusu yfir sig í síðustu kosningum. Þetta er ástandið sem starfsmenn LSH þurfa að lifa við. Háskuldasjúkrahús
LSH hefur farið gríðarlega fram úr fjárheimildum síðastliðin ár. Langmestur kostnaðurinn liggur í launum, en einnig hafa lyfin verið mjög dýr. Ríkisstjórnin er búin að hrella stjórnendur ár eftir ár með auknum þrýstingi um niðurskurð. Síðastliðið ár var þó gefinn friður, þar sem kosningar stóðu yfir. Skellurinn varð því harðari í ár. Nú er orðið ljóst að 36 manns hafa fengið uppsagnabréf þessi mánaðarmót. Allt í allt verður sparað um 180 ársverk. Þetta er ástandið sem Íslendingar kusu yfir sig í síðustu kosningum. Þetta er ástandið sem starfsmenn LSH þurfa að lifa við.

Þjónustustig
Hvaða þjónustustigi viljum við halda uppi í heilbrigðismálum, fyrir jafn litla þjóð eins og Íslendinga? Vill þessi hámenntaða þjóð stöðnun á sviði heilbrigðismála? Hvað viljum við að læknar hafi að leiðarljósi, þegar þeir taka ákvarðanir um hversu langt á að ganga í að bjarga mannslífi? Á að eyða peningum í flóknar aðgerðir fyrir háaldraða manneskju, þegar að hún á kannski nokkur ár eftir ólifuð? Er það þjóðfélagslega hagkvæmt að reyna að halda lífi í krabbamein- sjúklingum í mörg ár? Það er ekki þjóðfélagslega hagkvæmt, en fyrir aðstandendur yrði erfitt að horfa upp á afskiptaleysið, vegna þess að íslenska þjóðin áttar sig ekki á að meiri pening þarf til að setja í þessa þjónustu.

Þurfum við að bjóða upp á alla þessa þjónustu? Þegar ekki búið er að móta stefnu um framhaldið, þá mun þessi niðurskurðaskellur hafa slæmar afleiðingar. Auknar biðraðir, verri þjónustu og aukna hættu á læknamistökum. Það þarf að finna þessum málaflokki heilbrigðan farveg.

Framtíðin
Því miður eldumst við, og því miður veikjast margir á geði og við eignumst börn. Það er lítið hægt að gera til að fyrirbyggja þetta nema þá kannski með ómannúðlegum aðgerðum. Það er hægt að draga úr heilbrigðiskostnaði með því að leggja fé í fyrirbyggjandi aðgerðir, t.d. með því að draga úr slysum, minnka reykingar, minnka áfengisneyslu o.fl. Rannsóknir gætu skipt veigamiklu máli í forvörnum, og því þurfum við sterkt háskólasjúkrahús. Við þurfum að forgangsraða í heilbrigðismálunum og finna hagkvæmustu leiðir. Því miður virðist vera lítill vilji hjá stjórnmálamönnum til að leggja upp í þá vinnu sem þarf að vinna. Því er oft einfaldasta lausnin að,,barasta skera niður”.

Nýjar leiðir
Nú er lagt mikið kapp í að geta verðmerkt hvern sjúkling sem kemur inn á LSH. Þetta kerfi getur verið góð undirstaða einkareksturs spítala. Það væri hægt að bjóða rekstur sjúkrahússins út, og tekjur kæmu inn sem styrkur frá ríkissjóði fyrir hvern sjúkling eða hverja sjúkraskrá. Þetta myndi leiða til betri kostnaðarvitundar hjá stjórnendum. Fyrir hvern nemanda eða hverja kláraða einingu, ætti að greiða ákveðnar upphæðir og fyrir hverja rannsókn. Einnig þyrfti að gera ráð fyrir nýjungum og þróun, til að sjúkrahúsið myndi ekki staðna.

Hvað vilja kjósendur
Þetta er bara spurning um hvað íslenska þjóðin vill. Hversu miklu erum við tilbúin til að leggja út af okkar skattpeningum í heilbriðgisþjónustuna? Hversu góða þjónustu erum við tilbúin til að borga fyrir? Eins og staðan er í dag þá er heilbrigðiskerfið illa rekið. Góðir stjórnendur fyrirtækja myndu ekki ákveða að skera niður án þess að skoða vel hvaða afleiðingar sá sparnaður myndi hafa. Þessir stjórnendur myndu ekki fara í sameiningu án þess að gera sér grein fyrir auknum kostnaði í kjölfarið. Það þarf að leggjast betur yfir þessa hluti áður en þeir eru framkvæmdir. Það er ekki gaman að fá endalausa bakreikninga eins og tíðkast hefur hjá ríkisstjórninni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand