Vanvirðing og valdhroki

Viðbrögð Halldórs voru hneykslanleg og hélt ég að maður með eins langan stjórnmálaferil að baki myndi aldrei láta aðra eins vitleysu út úr sér. Það skiptir hann engu máli að aðalritari SÞ telji stríðið í Írak, sem er búið að kosta 15 þúsund óbreytta borgara lífið, hafi verið ólöglegt. 15 þúsund borgarar auk fjölda hermanna úr röðum Íraka sem og herjum hinna staðföstu þjóða. Það sem skiptir Halldór hins vegar máli er að fólk horfi til framtíðar, en ekki til fortíðar hvað þetta mál snertir. Rætt var við nýja forsætisráðherra þjóðarinnar í fréttunum á föstudagskvöldið í kjölfar fullyrðinga Kofis Annans, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að árásarstríðið í Írak hefði ekki verið í samræmi við stofnsáttmála SÞ og væri í því ljósi ólöglegt. Ákvörðun sem þessa væri ekki hægt að taka fram hjá öryggisráði SÞ.

Halldór sagðist ekki hafa skipt um skoðun hvað varðar lögmæti innrásarinnar í Írak þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi lýst því yfir hún hafi verið ólögleg. Halldór sagði að fólk ætti ekki að vera að ,,dvelja svona mikið við fortíðana eins og er verið að gera” það ætti frekar að horfa til framtíðar. Varðandi gjöreyðingarvopnin sagðist Halldór hafa orðið ,,a.m.k. fyrir miklum vonbrigðum” með að upplýsingar sem hann hafði haft undir höndum hafi ekki verið réttar.

Vill ekki dvelja við fortíðina
Viðbrögð Halldórs voru hneykslanleg og hélt ég að maður með eins langan stjórnmálaferil að baki myndi aldrei láta aðra eins vitleysu út úr sér. Það skiptir hann engu máli að aðalritari SÞ telji stríðið í Írak, sem er búið að kosta 15 þúsund óbreytta borgara lífið, hafi verið ólöglegt. 15 þúsund borgarar auk fjölda hermanna úr röðum Íraka sem og herjum hinna staðföstu þjóða. Það sem skiptir Halldór hins vegar máli er að fólk horfi til framtíðar, en ekki til fortíðar hvað þetta mál snertir.

Þúsundir borgara liggja í valnum og ekki sér fyrir endann á þeirri upplausn og því ófremdarástandi sem ríkir um gjörvallt Írak. Halldór Ásgrímsson ætlar ekki að dvelja við fortíðina en á fólkið í Írak sem hefur misst ættingja, líkamsparta og veraldlegar eigur að gera slíkt hið sama? Getur verið að Halldór vilji ekki dvelja við fortíðina af því hún er honum afar óþægileg?

Varð að minnsta kosti fyrir vonbrigðum!
Þá þykir mér meira en lítið undarlegt að Halldór skuli einungis hafa orðið fyrir vonbrigðum varðandi upplýsingarnar sem hann fékk varðandi tilvist gjöreyðingarvopnanna. Davíð og hann tóku einmitt einhliða ákvörðun um stuðning Íslendinga við stríðsrekstur Bush byggða á upplýsingum um að Írakar hefðu undir höndum slík vopn. Þeir hafa ítrekað réttlæt stuðning sinn við hina ólöglegu innrás með tilvist gjöreyðingarvopna. Þessi ákvörðun var ennfremur tekin án þess að þeir fóstbræður hafi sinnt lögboðnu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.

Ráðamenn bera ábyrgð á liðnum hlutum
Halldór hefur sagt að það verði engar breytingar í kjölfar þess að hann sé sestur í hinn dýrkeypta forsætisráðherrastól. Eina breytingin er að nú eru sjálfstæðismenn orðnir sjö í ríkisstjórninni og framsóknarmenn fimm. Erfitt er að átta sig á því hvort það sé slæmt eða vont! Ég held að það væri ekki farsælt fyrir Halldór að tileinka sér sama stjórnunarstíl og Davíð hefur haft að leiðarljósi undanfarin áratug í stólnum við Lækjargötu. Ráðamenn bera ábyrgð á liðnum hlutum og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar væru meiri menn ef þeir myndu brjóta odd af oflæti sínu og játa að hafa orðið á mistök. Það gæti hugsanlega verið upphafið að farsælum ferli Halldórs í embætti forsætisráðherra því eins og segir í málshættinum þá virða sumir mest það sem sjaldan skeður.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand