Mörg fyrirtæki reyna að hjálpa til og bjóða uppá á pössun eða afþreyingu fyrir börn starfsmanna sinna en þó ekki með hag barnanna að leiðarljósi heldur fyrirtækisins. Atvinnulífið á Íslandi stendur við brún hyldýpis. Verði verkfallið langt og erfitt er hætt við að margir þeir sem setja börnin sín í fyrirtækjapössunina hellist úr lestinni og verði heima með börnin og atvinnumarkaðurinn fer fram af brúninni í frjálst fall. Ekkert stýrir því nema sátt komist í talið um krónurnar og aurana. Það er ekki eins og okkur sé sama um starf kennara og skiljum ekki að þeir vilji betri kjör en verkfall árið 2004 er alveg galin leið. Börn og aðrir minna þroskaðir menn eru aðalumræðuefnið í dag. Alveg sama hvar maður er staddur snýst umræðan um verkfall grunnskólakennara, og engan skyldi undra þar sem áhrif þess eru gífurleg. Um 45 þúsund börn verða fyrir barðinu á verkfallinu og ófá heimilin í landinu lamast. Ein vinkona mín, sem er einstæð móðir, þarf að vera heima í launalausu leyfi með barnið sitt. Enn aðrir taka börnin sín með í vinnuna, þar sem því er við komið og ætli restin ráfi ekki um í eirðarleysi.
Ég hef hlustað á margar áhyggjuraddir núna síðustu daga og heyrt mismunandi áhyggjurnar. Einn nefndi það að nú færi skemmdarverkum fjölgandi og máli sínu til stuðnings sagði hann: Betra er að gera illt en ekkert. Hélt að kannski yrðu börn Íslands hálf klikkuð í eirðarleysinu og færu um héruð með skemmdarfýsn að vopni. Kannski væri réttara að segja að þau launi í sömu mynt nú þar sem hálfgerð skemmdarverk eru unnin á skólagöngu þeirra. Vegna deilna fullorðinna er börnunum kippt úr starfi sínu, allur taktur í lífi þeirra hverfur og þau hanga í lausu lofti.
Mörg fyrirtæki reyna að hjálpa til og bjóða uppá á pössun eða afþreyingu fyrir börn starfsmanna sinna en þó ekki með hag barnanna að leiðarljósi heldur fyrirtækisins. Atvinnulífið á Íslandi stendur við brún hyldýpis. Verði verkfallið langt og erfitt er hætt við að margir þeir sem setja börnin sín í fyrirtækjapössunina hellist úr lestinni og verði heima með börnin og atvinnumarkaðurinn fer fram af brúninni í frjálst fall. Ekkert stýrir því nema sátt komist í talið um krónurnar og aurana. Það er ekki eins og okkur sé sama um starf kennara og skiljum ekki að þeir vilji betri kjör en verkfall árið 2004 er alveg galin leið.
Í Bandaríkjunum fara menn í svokölluð sýndarverkföll þar sem launagreiðandi og launþegi fá ekkert greitt en þess í stað rennur ágóði og laun til líknarsamtaka. Það væri hagur allra ef breyting yrði á verkfallsleiðum og stéttarfélög færu að skoða af alvöru sýndarverkföll (virtual strikes), árangurinn er sá sami nema að þjóðfélagið lamast ekki og skjólstæðingar myndu ekki þjást. Ég leyfi mér nefnilega að efast um að ásetningur verkfalla sé að valda sem mestum skaða, hvort heldur á efnahag eða sálartetri barna.