Vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs

[cmsms_row][cmsms_column data_width=“1/1″][cmsms_text]

Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans.

SDG
Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir vantrausti á Sigmund Davíð og ríkisstjórn hans

Það er nú orðið ljóst að forsætisráðherra tók meðvitaða ákvörðun um að leyna milljarðahagsmunum sínum fyrir umbjóðendum sínum; þjóðinni. Sigmundur Davíð eða venslafólk hans hefur frá því fyrir hrun átt hundruð milljóna í félagi sem skráð er í skattaskjóli. Eftir hrun öðlaðist félagið kröfu á hendur íslensku bankanna. Síðan þá hefur Sigmundur Davíð staðið í samningum við kröfuhafa fyrir hönd íslenska ríkisins og situr því bersýnilega beggja vegna borðsins í þessu gríðarmikilvæga máli. Ýmislegt hefur komið fram sem tortryggir aðkomu forsætisráðherrans að samningunum, svo sem að felldur var niður sérstakur afdráttarskattur sem kom fyrst og fremst þeim kröfuhöfum vel sem skráðir voru utan tvísköttunarsamninganets Íslands, t.d. í skattaskjólum í suðurhöfum. Þá var forsætisráðherra einn þeirra sem gegndi lykilhlutverki í samningum við kröfuhafa en var sá eini sem undirritaði ekki sérstaka trúnaðaryfirlýsingu og var þess vegna ekki skilgreindur sem innherji. Þá hafa fyrrum bandamenn forsætisráðherrans í InDefence samtökunum gagnrýnt þann afslátt sem erlendum kröfuhöfum var gefinn þegar fallið var frá stöðugleikaskattinum.
Jafnvel ef svo væri að ráðherrann hefði í engu unnið að eigin hagsmunum þá er vanhæfi hans í málinu augljóst og sú ákvörðun hans að leyna því þjóðinni svo alvarleg að honum er ekki stætt að sitja í embætti lengur.

Viðbrögð Sigmundar Davíðs, forsætisráðherra Íslands, við þeim alvarlegu athugasemdum sem réttilega hafa verið gerðar við gjörðir hans upp á síðkastið, eru því miður dæmigerð fyrir stjórnarhætti hans. Allir sem setja fram efnislega og rökstudda gagnrýni eru tortryggðir og sagðir gera það í annarlegum tilgangi. Er það síst til þess fallið að byggja upp traust og virðingu Alþingis og íslenskra stjórnmála almennt, sem brýn nauðsyn hefur þó verið til allt frá hruni. Vanhæfur forsætisráðherra sem kemur fram af hroka og lætur sín eigin völd ætíð njóta vafans getur aldrei byggt upp traust á milli sín og þjóðar sinnar.

Þetta einstaka mál og viðbrögð forsætisráðherrans er næg ástæða afsagnar. En þegar horft er á afglapalista ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs síðustu þrjú ár hrannast upp ástæður fyrir tafarlausri afsögn forsætisráðherrans, þingrofi og kosningum.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur m.a.:

 • Gert það að fyrsta verki sínu að lækka veiðigjöld á útgerðir sem þó hafa skilað methagnaði síðustu ár
 • Tafið byggingu nýs Landsspítala m.a. með innbyrðis deilum um staðsetningu hans
 • Hækkað komugjöld á heilsugæslustöðvar, bráðamóttöku og til sérfræðilækna
 • Svikið kosningaloforð um 12 milljarða í Landsspítalann
 • Hækkað matarskatt
 • Lagt niður auðlegðarskattinn
 • Svikið kosningaloforð um afnám verðtryggingar
 • Svikið kosningaloforð um afnám gjaldeyrishafta
 • Opnað fyrir fjórföldun á bónusgreiðslum fjármálafyrirtækja
 • Fellt niður raforkuskatt á álver
 • Útdeilt makríl kvóta án eðlilegs gjalds m.a. til þingmanns Framsóknar
 • Veitt ýmiskonar ívilnanir sem hafa komið Engeyjarættinni sérstaklega vel, m.a. í málum Borgunar, Thorsil og Matorku
 • Eytt milljónum af skattfé til að kaupa pólitískar auglýsingar
 • Útilokað nemendur eldri en 25 ára frá framhaldsskólum landsins
 • Látið málskostnað LÍN í dómsmáli sem LÍN tapaði gegn stúdentum, falla á stúdenta
 • Hækkað námsframvindukröfur LÍN upp í allt að 100%
 • Skorið niður til háskólanna
 • Sett Rammaáætlun og náttúruverndarlög í algjört uppnám
 • Lækkað kolefnisgjöld
 • Sýnt umhverfismálum svo litla athygli að helming kjörtímabilsins var enginn umhverfisráðherra starfandi
 • Stytt tímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár
 • Lækkað barna- og vaxtabætur
 • Svikið öryrkja og ellilífeyrisþega um afturvirkar hækkanir bóta, en þegið afturvirkar hækkanir launa fyrir ráðherra og þingmenn
 • Flutt Fiskistofu í fullkomni andstöðu við starfsmenn stofnunarinnar
 • Svikið kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
 • Svikið samkomulag um framlag ríkisins til eflingu almenningssamgangna
 • Veitt byggðastyrki með SMSum
 • Sagt að of mikill jöfnuður í samfélaginu væri vandamál og kannski rót verkfallsdeilna
 • Trassað í 3 ár að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna
 • Breytt skattkerfinu ítrekað í þágu ríkasta fólks landsins
 • Farið í skuldaniðurfellingu sem gagnaðist vel stæðu á fólki á kostnað ungs fólks og leigjenda
 • Klúðrað náttúrupassanum og þannig ekki fengið tekjur af ferðamönnum til að standa straum af uppbyggingu ferðamannastaða

Eru þá ótalin Lekamál Hönnu Birnu, Orku Energy mál Illuga Gunnarssonar og eignir Bjarna Benediktssonar í skattaskjólum.

Nú er nóg komið. Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir algjöru vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og ríkisstjórn hans, og krefjast tafarlauss þingrofs og kosninga.

[/cmsms_text][/cmsms_column][/cmsms_row][cmsms_row data_padding_bottom=“50″ data_padding_top=“0″ data_overlay_opacity=“50″ data_color_overlay=“#000000″ data_bg_parallax_ratio=“0.5″ data_bg_size=“cover“ data_bg_attachment=“scroll“ data_bg_repeat=“no-repeat“ data_bg_position=“top center“ data_bg_color=“#ffffff“ data_color=“default“ data_padding_right=“3″ data_padding_left=“3″ data_width=“boxed“][cmsms_column data_width=“1/1″][cmsms_image align=“center“ animation_delay=“0″]https://politik.is/wp-content/themes/social-activity/framework/admin/inc/img/image.png[/cmsms_image][/cmsms_column][/cmsms_row]

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand