Enginn sitjandi þingmaður taki oddvitasæti

þing

Til að tryggja endurnýjun í þingflokki Samfylkingarinnar vilja Ungir jafnaðarmenn að enginn sitjandi þingmaður taki oddvitasæti á framboðslistum í komandi þingkosningum. Eftirfarandi ályktun hefur verið send á landsfund Samfylkingarinnar í nafni Ungra jafnaðarmanna:

„Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa.

Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali.

Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand