Ríkisstjórnarflokkarnir lofa stuðningi við sálfræðiþjónustu í framhaldsskóla

Fulltrúar allra flokka á Alþingi tóku þátt í umræðum á borgarafundi RÚV um heilbrigðismál í kvöld. Þar lofuðu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna stuðningi við þingsályktunartillögu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í alla framhaldsskóla.

Sigríður Ingibjörg lagði þingsályktunartillöguna fram í síðustu viku. Samkvæmt henni verður mennta- og menningarmálaráðherra falið að tryggja að frá og með skólaárinu 2017 -2018 verði öllum nemendum í framhaldsskólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna, sér að kostnaðarlausu. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að mikið brottfall úr námi hér á landi megi að stórum hluta rekja til andlegra veikinda nemenda. Þá sé sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.

Marta Kristjana Stefánsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema, spurði fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hvort flokkarnir ætli að styðja þingsályktunartillögu Sigríðar Ingibjargar. Kristján Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, svöruðu spurningunni báðir játandi. Það eru því miklar líkur á því að þingsályktunartillagan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskóla verði samþykkt á Alþingi.

Ungir jafnaðarmenn fagna svörum ríkisstjórnarflokkanna og hvetja Alþingi til að afgreiða tillöguna sem fyrst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand