Valfrelsið

,,Ekki bara fer það saman að vera jöfn og frjáls. Það að við séum jöfn gerir okkur frjálsari. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að tala um litla kassa, alla eins, sem í besta falli má velja lit á. Að vera jöfn er ekki að vera eins. Það er að okkur öllum séu raunverulega tryggð sömu tækifæri til að vera og gera það sem okkur langar til -á borði en ekki bara í orði. Þannig fáum við það besta út úr fólkinu.” Segir Anna Pála Sverrisdóttir í grein dagsins.

LÝÐRÆÐIÐ er leið til að stjórna sem hefur tollað lengi í tísku. Það hefur sannað gildi sitt og gengur með öllu, ekki bara sparifötunum. Það er ekki vinsælt að ástæðulausu því það er leið sem getur tryggt að við sitjum öll á jafn mikilvægum stað við fundarborðið.


Á FUNDINUM er ákveðið hvernig samfélagi við viljum búa í. Ef nógu margir kjósa svo, er í sjálfu sér hægt að ákveða að til dæmis banna allt djamm eftir miðnætti af því það er óhollt, nú eða leggja niður rótgrónar óþarfa stofnanir á borð við Alþingi, dómstóla eða KR. Málin eru í okkar höndum. Hvert og eitt okkar getur ákveðið hvaða framboð við kjósum í kosningum og haft bein eða óbein áhrif á hugmyndir þeirra ef við höfum áhuga á því.


SUMAR hugmyndir eru dægurflugur stjórnmálanna. Aðrar varða grundvallaratriði. Þannig eru hugmyndirnar um að við séum annars vegar frjáls og hins vegar jöfn. Grundvallar. Þeim er hins vegar ekki alltaf stillt upp hlið við hlið. Hver vill ekki vera frjáls? Ég vil vera frjáls, segir kötturinn og svínið og litla gula hænan og Davíð og Golíat og allir hinir. En hver vill vera jafn? Er það ekki bara að láta troða upp á sig meðalmennsku? Fer það saman við að vera frjáls?


EKKI bara fer það saman að vera jöfn og frjáls. Það að við séum jöfn gerir okkur frjálsari. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að tala um litla kassa, alla eins, sem í besta falli má velja lit á. Að vera jöfn er ekki að vera eins. Það er að okkur öllum séu raunverulega tryggð sömu tækifæri til að vera og gera það sem okkur langar til -á borði en ekki bara í orði. Þannig fáum við það besta út úr fólkinu.


12. MAÍ getum við greitt atkvæði með frelsi og jafnræði. Þannig tryggjum við sem flestum okkar að búa við alvöru frelsi. Við getum beitt lýðræðislegum kosningarétti til að sýna í verki að okkur finnst góð hugmynd að taka ábyrgð hvert á öðru, alveg eins og við getum yppt öxlum og sagt sem svo að það sé bara allt í lagi að bilið á milli okkar haldi áfram að breikka.


ÞAÐ nefnilega þröngvar enginn jöfnuðinum upp á okkur. Við höfum frelsi til að velja hann!

_________

Pistill Önnu Pálu birtist á baksíðu kosningablaðs ungs Samfylkingarfólks – Jöfn og frjáls – er kom nýverið út. Blaðinu var ritstýrt af Helgu Tryggvadóttir og komu fjölmargir að vinnu við blaðið sem er hið glæsilegasta. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar veitti blaðinu formlega viðtöku. Myndir úr útgáfugleðinni er hægt að sjá hér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið