Tæknilegur ásetningur?

Páll Einarsson segir að Árna Johnsen hafi ekki verið treystandi fyrir einu ábyrgðar- og virðingarfyllsta starfi Íslands – setu á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hann sveik íslensku þjóðina og stal meðal annars íslenska þjóðfánanum en segir svo nú, þegar sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa kosið hann, að þetta hafa bara verið ,,tæknileg mistök”. Þarna finnst Páli Árni vera að gera lítið úr þessum alvarlegu brotum og að við eigum að geta treyst þingmönnum okkar.

Í viðtali við Árna Johnsen um daginn sagði hann að ástæða þess að hann afplánaði tveggja ára dóm á Kvíabryggju vera ,,tæknileg mistök”. Þess skal geta að ákæran á hendur Árna var í 27 liðum en hann var fundinn sekur um brot í 18 þeirra í Héraðsdómi en 22 í Hæstarétti.

En Árni telur málið vera það tæknilegt að hann sagði af sér þingmennsku vegna málsins. Þess má geta að hann var meðal annars fundinn sekur um fjárdrátt, mútuþægni og brot í opinberu starfi sem við hljótum að vera sammála honum Árna að þetta eru allt tæknileg brot. Eða hvað? Kannski er þetta ákveðin tækni hjá honum Árna að þiggja mútur eða stela íslenska fánanum. Líklegast allt tæknilega útpælt hjá honum. Eða hvað?

Hann var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir brot sín. Árni var meðal annars fundinn sekur fyrir að hafa dregið sér jólaseríu, kantsteina, timbur,verkpalla, þéttidúka, eldhús- og baðinnréttingu og svo dró hann sér íslenska þjóðfánann.

Árna var ekki treystandi fyrir einu ábyrgðar- og virðingarfyllsta starfi Íslands – setu á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hann sveik íslensku þjóðina og stal meðal annars íslenska þjóðfánanum en segir svo nú, þegar sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa kosið hann, að þetta hafa bara verið ,,tæknileg mistök”. Þarna finnst mér Árni vera að gera lítið úr þessum alvarlegu brotum. Við eigum að geta treyst þingmönnum okkar.

Sumir kunna að skammast sín og sýna iðrun. Ekki verður undirritaður var við það þar sem Árni kemur enn á ný með nýja ,,afsökun” á brotum sínum gegn íslensku þjóðinni.

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi virðast styðja hann en ég efast að hann njóti eins mikils traust út fyrir þann hóp. Alla vega hvatti stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) Árna til að sýna ,,auðmýkt” þegar hann ræðir brot sem hann var sakfeldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. Í þessari ályktun kemur meðal annars fram:

,, Að gefnu tilefni gerir stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þá kröfu til Árna Johnsen sem hugsanlegs þingmanns Sjálfstæðisflokksins að hann sýni auðmýkt þegar hann ræðir um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. Háttsemi sú sem Árni var dæmdur fyrir var ekki „tæknileg mistök“ heldur alvarleg og mjög ámælisverð afbrot.

Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði Árna Johnsen njóta fyllsta traust flokksforystunnar sem er gott og blessað en nýtur hann trausts almennings? Ég held að hver og einn verði að meta það fyrir sig.

Nú þegar jólin eru að ganga í garð er best að telja jólaseríurnar sínar og athuga hvort að einhverja af þeim vanti. Það gæti nefnilega talist tæknilegt mistök ef þær hverfa.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand