Væringar á íslenska fjölmiðlamarkaðnum

Á liðnum misserum hefur ýmislegt verið að gerast á hinum íslenska fjölmiðlamarkaði. Eigendaskipti hafa átt sér stað bæði á sjónvarps- og blaðafyrirtækjum og nú liggur fyrir að þessar sviptingar hafa breytt landslaginu til mikilla muna. Á liðnum misserum hefur ýmislegt verið að gerast á hinum íslenska fjölmiðlamarkaði. Eigendaskipti hafa átt sér stað bæði á sjónvarps- og blaðafyrirtækjum og nú liggur fyrir að þessar sviptingar hafa breytt landslaginu til mikilla muna.

Eignamyndun í íslenskum fjölmiðlaheimi
DV skipti um eigendur í þessum mánuði og nú á Fréttablaðið og rekur DV í breyttri mynd. Norðurljós, sem hafa löngum verið undir stjórn Jóns Ólafssonar, hafa einnig farið frá sínum gamla eiganda til nýrra húsbónda. Það vekur vissulega mikla athygli að Jón Ásgeir Jóhannesson hefur mikil umsvif í báðum þessum samsteypum, Fréttablaðið og nú DV á hann meirihluta í ásamt tengdum aðilum og hann er einn burðarása hins nýja hluthafahóps Norðurljósa sem mun reka þá samsteypu. Því má segja með sanni að hann er búinn að hasla sér völl í íslenskum fjölmiðlaheimi, eins og má segja um feril hans á flestum þeim sviðum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Er þetta framför?
Það má velta upp þeirri spurningu hvort hyggilegt sé að sami aðilinn skuli hafa svo mikil ítök á svo litlum markaði. Fjölmiðlafyrirtæki þessa lands eru ekki mörg og svo sterk áhrif og staða getur skekkt hinn fátæklega fjölmiðlavettvang. Raddir hafa heyrst þess efnis að ríkisvaldið ætti að setja lög til að koma í veg fyrir svona eignamyndun, það sé hætta á að eigendurnir beiti áhrifum sínum í sína eigin þágu.

Ég er fullur efa um að lagasetning sé rétta úrræðið til að dreifa eignarhaldinu á fjölmiðlunum. Í dag eigum við virk samkeppnislög þar sem reglur eru um eignarhald auk þess sem ég trúi ekki öðru en fréttamönnum sé það annt um orðstír sinn sem hlutlaus stétt sem sjái um birtingu frétta að þeir myndu láta bjóða sér slík vinnubrögð, það á ég eftir að sjá, nýleg dæmi um Stöð 2 sýna fram á að fréttamenn hafa sinn heiður og eru reiðubúnir að verja hann.

Gildi RÚV
Eftir að hafa fylgst með darraðadansinum á fjölmiðlum þessa lands liðin misseri sé ég kosti þess að hafa ríkisútvarp, sameign allrar þjóðarinnar þar sem öll málefni og allar raddir eiga þess kost að heyrast, sem er nokkuð sem maður hefur ekki alltaf orðið vitni að í öðrum fjölmiðlum. Það er hinsvegar kominn tími til að hreinsa hið pólitíska andrúmsloft sem hefur húmað yfir RÚV til þessa dags, það á skipa útvarpsráð sem hefur engu pólitísku verkefni að sinna heldur eingöngu að sjá um daglegan rekstur sem er byggður á sjónarmiðum heildarinnar og hinna ýmsu hagsmunahópa en ekki eingöngu hagsmunum ákveðinna flokka í landinu. Ef það næði fram að ganga myndi hlutverk Ríkisútvarpsins styrkjast, auk þess sem grundvöllur þess væri tryggður enn frekar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand