UJR mótmæla hækkun risnu- og ferðakostnaðar

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa furðu sinna á því hversu mjög útgjöld ríkisins vegna aksturs, ferða og risnu hafa vaxið á undanförnum árum. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa furðu sinna á því hversu mjög útgjöld ríkisins vegna aksturs, ferða og risnu hafa vaxið á undanförnum árum. Á árinu 2002 voru þau tæpir fjórir milljarðar króna, eða rúmlega 12% hærri en árið á undan.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að vel sé hægt að skera þessi útgjöld umtalsvert niður án þess að það komi niður á samskiptum okkar við erlendar þjóðir, til dæmis með því að leita hagstæðustu tilboða hverju sinni og gæta hófs við veisluhöld.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að það fé sem sparast með meiri ráðdeild á þessum sviðum mætti nota til að efla menntakerfið og lækka skatta og álögur á almenning.

Ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið