Væla skal dúfa …

Flestir hafa nú séð einhverjar fréttir af viðbrögðum fylgjenda Islam, og hafa fjölmiðlar málað frekar einsleita mynd af þeim viðbrögðum. Í þessum hluta greinaraðarinnar verður ekki farið djúpt í þau viðbrögð. Þegar ég hóf að skrifa greinar um málið ákvað ég að tileinka sér kafla í greinaröðinni viðbrögðum fulltrúa hvorrar hliðar málsins. Nú óska lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands eftir heimild til að innheimta skólagjöld í meistaranámi. Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á Bifröst – einkareknar stofnanir – fá nú sama framlag frá hinu opinbera og HÍ og heimta þó í ofanálag um hálfa milljón króna í skólagjöld af hverjum nemanda. Samt hvíla margþættari skyldur á HÍ, til dæmis að stunda rannsóknir og stuðla að framþróun í vísindum og fræðum.

Hvar er réttlætið í svona fjárveitingum?

En er við öðru að búast nú þegar fjöregg mennta og vísinda hefur verið í klónum á lágfleygum fálka Íhaldsins í nær fimmtán ár samfleytt? Fálkinn gerði jú heyrinkunnugt í október 2005 að ríkisháskólarnir skyldu taka upp skólagjöld – og engar refjar.

Að efla menntir og vísindi er eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga til framtíðar ef hér á að byggja upp þekkingarsamfélag – landi og þjóð til heilla. Til þess þarf að tryggja mönnum greiðan aðgang að menntun, óháð fjárhag hvers og eins. Ein leiðin til að standa straum af þessu gæti verið að draga úr flottræfilshætti í utanríkisþjónustunni.

Það væri misráðið að heimila skólagjöld í æðstu menntastofnun landsins svona skömmu fyrir alþingiskosningar; enginn veit hvar fálkinn fær samastað að þeim loknum.

En ýla skal hind sem með úlfum býr. Eða öllu heldur: Væla skal dúfa sem með fálkum býr.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið