Valdaþreytan gerir vart við sig!

Auðvitað er þetta mál allt uppsprottið af skilningsleysi tveggja menningarheima hvor á öðrum. Það er erfitt fyrir Vesturlandabúa, sem taka trú sína misalvarlega að skilja að birting mynda geti haft þvílíkar afleiðingar eins og raun ber vitni. Það er einnig erfitt fyrir múslima, sem hafa búið við skert tjáningarfrelsi í gegn um tíðina að skilja hvað tjáningarfrelsið skiptir Vesturlandabúa miklu máli. Undanfarið hafa heyrst háværar raddir um stöðu Háskólans á Akureyri.
Óánægðir nemendur hafa hópað sig saman og mótmælt því fjársvelti sem skólanum er haldið í til viðbótar við fjöldatakmarkanir sem samþykktar voru fyrir nokkrum árum til að herða sultaról skólans.

Hagsmunaráð nemenda hefur að undanförnu staðið fyrir fundum þar sem mál HA voru rædd og meðal annars var oddvitum stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar boðið að koma og segja sitt álit. Eins og við var að búast var sá fundur mjög hæverskur og því líkast að allir oddvitarnir köstuðu á milli sín stórum loðnum bolta. Þarna voru þeir allir sammála. Háskólinn er það verðmætasta sem við eigum og eitthvað verður að gera. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, var einmitt þarna líka fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og heyrðist það sama frá honum.

Maður spyr sig ósjálfrátt að því hvers vegna það tók Kristján svona langan tíma að átta sig á stöðunni. Hann hefur leitt meirihluta í bæjarstjórn í tæp átta ár og virðist núna fyrst átta sig á því að rekstur Háskólans á Akureyri hefur verið í þrengingum. Ég minnist bókunar sem að hann lagði fram haustið 2004 á bæjarstjórnarfundi, þar sem sem sagði að stjórnvöld hefðu staðið myndarlega að fjárframlögum og var ekki annað að skilja en hvað varðar málefni skólans væri bara allt þessu í fínu lagi. Ekkert þyrfti að gera nema bíða og sjá.

Og við höfum beðið og við höfum séð með fyrirséðum árangri. Eða ætlaði bæjarstjórinn að bíða þar til kæmi að lokun Háskólans á Akureyri?

Eftir að Kristján Þór hafði tilkynnt á mótmælafundi með nemendum á dögunum að hann skyldi „berja þau í Reykjavík til hlýðni“ ákvað Hagsmunaráð nemenda HA að afhenda honum boxhanska með táknrænum hætti. Tregur varð þá bæjarstjórinn til að taka á móti hönskunum og fór að bera fyrir sig að hann væri ekki mikið fyrir að berja fólk og á móti líkamlegu ofbeldi. Varla hefur bæjarstjórinn ætlast til að nemendur hefðu slíkt í huga. Hér skynja ég óskaplegt óöryggi og klaufaskap hjá bæjarstjóra okkar Akureyringa. Skynja það ekki fleiri?

En Kristján getur huggað sig við að vera ekki sá eini í meirihlutanum á Akureyri þessa dagana sem veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Framsóknarleiðtoginn Jakob Björnsson virðist hættur í pólitíkinni í verki þó kjörtímabilið sé ekki búið því á stofnfundi hverfafélags í Holta- og Hlíðahverfi á Akureyri á dögunum var hann sammála hverfisíbúum um að Dalsbrautin væri af hinu góða. Samt sá hann ástæðu á sínum tíma til að greiða atkvæði gegn Dalsbrautinni á bæjarstjórnarfundi og þá var hún ómöguleg. Hvers vegna geta pólitíkusar ekki bara sagt rétt frá? Haft sína skoðun og haldið sig við sína sannfæringu?

Þetta eru tvö lítil dæmi af leiðtogunum í bæjarstjórn Akureyrar þessa dagana sem að mínu mati þurfa á hvíldinni að halda eftir kosningar í vor. Það eru ótvíræð merki um þreytta stjórnmálamenn þegar þeir geta ekki verið sjálfum sér samkvæmir. Um leið og ég fer að fara gegn eigin sannfæringu í pólitík, vinsamlegast minnið mig þá á að hætta þannig að ekki fari fyrir mér eins og Kristjáni Þór og Jakobi!

Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið