Islam er í eðli sínu friðsæl trú, nafnið Islam þýðir eftir því sem ég best veit, „Hin friðsæla undirgefni við guð“. Af vestrænni fjölmiðlamennsku að dæma virðist þó sem Islam sé gegnsýrt af heitrúarmönnum sem túlka Kóraninn gagnrýnislaust og af miklum trúarhita. Eftir 11. september 2001, var mikið rætt um hugsanlega spennu sem vanþekking beggja heima myndi hafa í för með sér og oft virðist sem svo að þær raddir hafi kafnað. Enn í dag þekkjum við Islam eins lítið og áður og enn í dag fáum við frekar einsleita mynd af trúarbrögðunum. Teikningarnar í Jyllands Posten eru til að mynda undir miklum áhrifum frá þeirri ímynd hryðjuverkamanna sem glymur á okkur uppá hvern dag í fjölmiðlum. Undanfarin misseri hafa margir lofað fæðingarorlofslögin enda margt jákvætt við þessa þverpólitísku lagasetningu. Hins vegar blasa við ýmsir gallar á núverandi fæðingarorlofskerfi.
Má þar t.d. nefna að nú miðast greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði við tekjur síðustu tveggja almanaksára. Það getur því munað heilmiklu í tekjum eignist viðkomandi aðili barn t.d. í desember eða í byrjun janúar. Eignist maður barn 31. desember 2005 er miðað við tekjur ársins 2004 og 2003 en eignist viðkomandi barn 1. janúar 2006 er miðað við tekjur ársins 2005 og 2004. Fyrir þann sem eignast gamlársdagsbarnið er því ekki tekið tillit til þeirra tekna sem unnið var til á því ári. Í því tilviki er því litið til 36 mánaða aftur í tímann í stað 24 mánaða.
Tölvukerfi TR vs. fjölskyldur
Þetta getur munað talsverðu í tekjum fyrir viðkomandi fjölskyldur enda getur margt gerst á einu ári svo sem stöðuhækkun, launahækkun, lok námsferils, atvinnuleysi á fyrri hluta tímabilsins o.s.frv. Mér er síðan sagt að þetta sé svona m.a. vegna tölvukerfis Tryggingastofnunar. En hvort er fæðingarorlofskerfið miðað við hagsmuni fjölskyldna eða hagsmuni tölvukerfis Tryggingastofnunar? Væri ekki réttlátara að miða við tekjur síðustu tveggja ára frá fæðingardegi barnsins í stað þess að taka tvö síðustu almanaksár fyrir fæðingarárið? Ég spurði félagsmálaráðherra nýverið á Alþingi um hvort honum finnst þetta fyrirkomulag vera eðlilegt en ráðherrann kaus að svara ekki þeirri spurningu.
80% af 80%
Ég vakti einnig máls á þeirri stöðu á þingi þegar fólk eignast barn með stuttu millibili. Fólk getur nefnilega verið að eignast fleiri en eitt barn á þremur árum. En þar sem núverandi kerfi miðar við tekjur tveggja almanaksára geta fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barns verið að miða við fæðingarorlofsgreiðslur vegna fyrra barns.
Þá getur fólk verið að fá fæðingarorlofstekjur sem eru 80% af 80% tekjum. Þetta fer augljóslega gegn því markmiði að aðstoða við barnafjölskyldur við að taka sér fæðingarorlof. Hins vegar var fátt um svör frá félagsmálaráðherra þegar hann var inntur eftir þessu.