Útspil vikunnar

Þótt þú tapir boltanum getur þú alveg unnið hann aftur. Þetta á ekki aðeins við í fótbolta heldur einnig í pólitík. Það að vinna boltann aftur getur jafnvel gert þig að meiri hetju en áður en þú misstir boltann. Þótt þú tapir boltanum getur þú alveg unnið hann aftur. Þetta á ekki aðeins við í fótbolta heldur einnig í pólitík. Það að vinna boltann aftur getur jafnvel gert þig að meiri hetju en áður en þú misstir boltann.

George W. Bush talaði fyrst opinberlega um hamfarirnar í Asíu þremur dögum eftir að þær áttu sér stað og sagði þá: ,,Við heitum 35 milliónum dollara til hjálparstarfs á flóðasvæðunum.” Viðbrögð Bandaríkjamanna og annara efnaðra þjóða vöktu mikla gagnrýni meðal annara þjóða. ,,Ég tel þetta í rauninni nánasarlegt,” sagði Jan Egeland undirritari hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna. Þessi ummæli fóru greinilega eitthvað fyrir brjóstið á Bush sem svaraði þeim þann 29. Desember. ,,Mér sýnist að persónan sem þetta sagði sé afvegaleidd og illa upplýst.” En gagnrýnin kom ekki aðeins erlendis frá. Öldungardeildarþingmaðurinn Carl Levin gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hafa brugðist alltof seint við hamförunum.

Múslimar gagnrýndu einnig Bandaríkjamenn og viðbrögð þeirra
,,Fólk á erfitt með að skilja viðbrögð bandarískra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna, sérstaklega vegna almenningsálitsins sem þeir þurfa svo sannarlega að vinna til baka á þessu svæði sem og annarstaðar í heiminum,” sagði Mohammed Alami, fréttaritari Al-Jazeera í Washington.

En Bush var fljótur að jafna sig eftir þennan afleik. Hann einfaldlega tífaldaði fjármagnið sem Bandaríkjamenn leggja fram til hjálparstarfs.
Á fréttamannafundi, aðeins nokkrum dögum eftir hinn pólitíska afleik lét Bush hafa eftir sér. ,,Þjóð okkar mun leggja fram hernaðarlega aðstoð sem og 350 miilíónir dollara í hjálparstarf.” Hann sendi á svæðin tvo sandier einn, með virðingu um allan heim og annan sem hefur beinan aðgang að forsetanum, bróður sinn. ,,Colin Powel, fyrverandi aðalritari Bandarísku ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórinn Jeb Bush munu tilkynna alla fundi sína og sitt mat á aðstæðum beint til mín.” Hélt Bush áfram. Þetta var afar snjallt hjá honum þar sem Colin Powel og Jeb Bush eru báðir mjög vinsælir á meðal Bandaríkjamanna og heimsbyggðarinnar allrar. ,,Ég hef falið verkið í hendur tveggja afburða borgara til þess að leiða fjáröflunar starfsemi á landsvísu.“ Sagði Bush í síðustu viku.

Eins og hendi væri veifað voru bandarískir hermenn skyndilega komnir með mun jákvæðari ýmind um allan heim.
,,Myndirnar af hermanninum gefandi vatn úr flösku sinni fer langleiðina með það að leiðrétta og jafna þá slæmu ímynd sem bandaríski herinn fékk á sig í kjölfar innrásinnar í Írak.“ Sagði Alami. Á sama tíma (í síðustu viku) færðist gagnrýnin frá Bandaríkjamönum yfir á aðrar efnaðar þjóðir. ,,Mikið af Aröbum gagnrýna stjórnvöld sín fyrir að gera ekki nóg.“ Sagði Alami. Jafmvel Bandaríkjamenn eru tilbúnir að gera meira en þær.

,,Við munum svara öllum lögmæddum kröfum um fjármagn þangað til að 350 milljón dollara markinu er náð, og jafnvel þótt það fjármagn klárist.“ Sagði Colin Powell á ráðstefnu í Jakarta, Indónesíu” Hvað geta þá andstæðingar Bush gagnrýnt hann fyrir? Jafnvel Egeland skipti um skoðun og þann annan janúar hrósaði hann Bandaríkjamönnum og sagði að þeir hefðu brugðist eins vel við og hægt væri að óska sér. Snör umskipti frá nánasarlegu afskiptaleysi vikunni á undan. Afspil síðustu viku breyttist því í pólitískann leik vikunnar.

Það undarlegasta við þeta allt er hversu hljóð öfgafull íslömsk samtök eru, jafnvel þótt bandarískir herir séu að stíga fæti á múslimska jörð. Ýmis öfgafull samtök virðast vera að reyna að keppa við Bandaríkjamenn í fluttningi hjálpargagna til svæðanna, keppni sem þau geta ómögulega unnið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand