Spáð í spilin 2005

Sundurþykkja stjórnarflokkannaFramtíðin er flestum hulin ráðgáta. Eða hversu margir sáu það fyrir í hittiðfyrra að árið 2004 myndi foringjaræðið stranda á andstöðu fólksins og forsetans, svo eftirminnilega að letrað verður stórum stöfum á spjöld Íslandssögunnar? Í upphafi árs 2005 er sérlega forvitnilegt að spá í sambúð stjórnarflokkanna. Það er þungt hljóð í mörgum sjálfstæðismanninum, kurr yfir því að foringinn hefur þurft að afsala sér krúnunni og uggur um að Flokkurinn fái ekki notið sín án hennar. Eins er ókyrrð í mörgum framsóknarmanninum, urgur yfir því hversu miklu forystumaðurinn hefur þurft – og þarf enn – að fórna fyrir krúnuna og ótti um að fyrir vikið hljóti Flokkurinn ekki frægð og fylgi heldur óorð og óvild. Sundurþykkja stjórnarflokkanna
Framtíðin er flestum hulin ráðgáta. Eða hversu margir sáu það fyrir í hittiðfyrra að árið 2004 myndi foringjaræðið stranda á andstöðu fólksins og forsetans, svo eftirminnilega að letrað verður stórum stöfum á spjöld Íslandssögunnar?

Í upphafi árs 2005 er sérlega forvitnilegt að spá í sambúð stjórnarflokkanna. Það er þungt hljóð í mörgum sjálfstæðismanninum, kurr yfir því að foringinn hefur þurft að afsala sér krúnunni og uggur um að Flokkurinn fái ekki notið sín án hennar. Eins er ókyrrð í mörgum framsóknarmanninum, urgur yfir því hversu miklu formaðurinn hefur þurft – og þarf enn – að fórna fyrir nefnda krúnu og ótti um að fyrir vikið hljóti Flokkurinn ekki frægð og fylgi heldur óorð og óvild.

Hvar er nú það sem við þóttumst hafa? Seldum við virkilega sálu okkar? hugsa framarar. Á meðan hugsa sjallar: Hvar er nú það sem okkur var kærast? Seldum við virkilega ömmu okkar? Niðurbælt sundurlyndið birtist svo svart á hvítu á gamlársdag: Miðopna Morgunblaðsins í öllu sínu veldi, undirlögð áramótaerindi utanríkisráðherra í stað forsætisráðherra áður.

En það er víst alveg sama hvað á gengur: Áfram heldur daðrið hjá monsjörnum með bláu höndina og framsóknarmaddömunni.

Fortíðarhyggja fyrirmennanna
Áramótaboðskapur fyrirmennanna, flokksformanna sem annarra, er ávallt fróðlegur. Oft er þar horft fram á veginn en nú brá svo við að forsætisráðherra og biskup mændu báðir til fjarlægrar fortíðar með glýju í augum. Valdsmaðurinn mærði „gömul og gróin fjölskyldugildi“ og kennimaðurinn sá stórfjölskylduna í hillingum. Það er merkilegt að þeir skuli hafa valið síðustu áramót til þess arna. Getur verið að þeir telji málflutning sinn þarflegan í baráttunni fyrir því að uppræta misrétti eftir kynferði og kynhneigð?

Annað dæmi um fortíðarhyggju má finna í skipunarbréfi stjórnarskrárnefndar frá 4. janúar síðastliðnum. Þar má lesa milli línanna að „einkum“ eigi að endurskoða ákvæði sem varða embætti forseta Íslands. Því verður þó varla í móti mælt að önnur ákvæði, þar á meðal um mannréttinda- og kosningamál, þarfnast sárlega endurskoðunar. Getur til dæmis hugsast að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn séu á móti því að atkvæði manna í alþingiskosningum vegi jafnt, hvar á landinu sem þeir búa?

Það eykur tæpast hróður núverandi ríkisstjórnar ef endurskoðun stjórnarskrárinnar er til þess eins ætluð að hefna sín á þjóðkjörnum forseta landsins. Hvað er eiginlega að því að einstök lög frá Alþingi séu borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar, sérstaklega ef þau eru umdeild og afdrifarík? Það var löngu tímabært árið 2004 að forsetaembættið beitti málskotsrétti sínum og ekki vanþörf á þegar fjölmiðlalögin voru annars vegar, illa grunduð og illa séð eins og þau voru.

Til framtíðar er æskilegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7–15%, geti komið því til leiðar að þjóðin fái að kveða upp sinn dóm yfir nýsamþykktum lagafrumvörpum. Það útilokar engan veginn að þjóðkjörinn forseti hafi áfram málskotsrétt; aðhaldið verður víst seint of strangt. Að minnsta kosti er allsendis óboðlegt að stjórnmálaflokkar – flestir fádæma húsbóndahollir, jafnvel þrællundaðir – ráði hér lögum og lofum um aldur og ævi.

Það verður víst að halda í þá von að monsjörinn með bláu höndina og framsóknarmaddaman sjái að sér, endurskoði stjórnarskrána í heild og geri það af heilindum og í sem mestri sátt við aðra. Enginn veit hvort þau skötuhjúin munu skilja að skiptum árið 2005. Slíkur skilnaður væri þó mörgum kærkominn, ekki bara kjósendum stjórnarandstöðunnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand