Vanvirðing fyrir lýðræðinu og siðleysið algjört

Ég er á móti því að Ísland sé á lista sem gengur þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins, heimilar aðgerðir sem ekki voru studdar af Sameinuðu þjóðunum og taka ekki mið af upplýsingum manna eins og Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar SÞ, og Mohamed ElBaradei, yfirmanns Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Hvað sem mönnum finnst um Sameinuðu þjóðirnar og það hversu svifaþung samtökin eru þá geta þjóðir, líkt og þjóðirnar á lista hinna viljugu gerðu, ekki hegðað sér á þennan hátt. Það er óábyrgt. Með þessum gjörningi sýndum við Íslendingar, í samvinnu við félaga okkar á listanum, Sameinuðu þjóðunum og alþjóðasamfélaginu í heild sinni gífurlega vanvirðingu og drógum um leið úr áhrifamætti SÞ. En annar vinkill á þessu máli er einmitt stuðningur Íslands við innrásina. Stuðningur Íslands við stríðið var ákveðin af tveimur mönnum sem sýndi og sýnir ótrúlega vanvirðingu tveggja siðlausra manna gagnvart lýðræði í landinu og um leið sinni eigin þjóð. Þetta var gert án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi saman, en nefndin á að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um ,,meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.” Ef stuðningur við stríð er ekki meiri háttar utanríkismál – hvað er þá meiri háttar utanríkismál? Skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma þann 20. mars árið 2003 hófst stríðið í Írak með innrás Bandaríkjanna og Bretlands.

,,Meiri háttar utanríkismál”
Ég er á móti því að Ísland sé á lista sem gengur þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins, heimilar aðgerðir sem ekki voru studdar af Sameinuðu þjóðunum og taka ekki mið af upplýsingum manna eins og Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar SÞ, og Mohamed ElBaradei, yfirmanns Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar. Hvað sem mönnum finnst um Sameinuðu þjóðirnar og það hversu svifaþung samtökin eru þá geta þjóðir, líkt og þjóðirnar á lista hinna viljugu gerðu, ekki hegðað sér á þennan hátt. Það er óábyrgt. Með þessum gjörningi sýndum við Íslendingar, í samvinnu við félaga okkar á listanum, Sameinuðu þjóðunum og alþjóðasamfélaginu í heild sinni gífurlega vanvirðingu og drógum um leið úr áhrifamætti SÞ. En annar vinkill á þessu máli er einmitt stuðningur Íslands við innrásina. Stuðningur Íslands við stríðið var ákveðin af tveimur mönnum sem sýndi og sýnir ótrúlega vanvirðingu tveggja siðlausra manna gagnvart lýðræði í landinu og um leið sinni eigin þjóð. Þetta var gert án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi saman, en nefndin á að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um ,,meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.” Ef stuðningur við stríð er ekki meiri háttar utanríkismál – hvað er þá meiri háttar utanríkismál?

Margrædd innan utanríkismálanefndar?
Halldór og Davíð geta enn þann dag í dag ekki komið sér saman um það hvort að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Stjórnarandstæðan hefur alltaf haldið því fram að það hafi ekki verið gert. Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz hafa aukinheldur staðfest það. Halldór sagði fjórum sinnum í Kastljóstþætti nýverið að stuðningur við innrásina hefði verið ,,margræddur innan utanríkismálanefndar.” Davíð sagði aftur á móti í laugardagskaffi í Valhöllinni sinni um helgina að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í utanríkismálanefnd og hugsanlega ekki.

Davíð og Bush þjást alvarlega af annað-hvort-ertu-með-okkur-eða-á-móti-okkur-syndrominu
Þó að fólk hafi verið á móti stríðinu og stuðningi Íslands við innrásina þýðir það ekki að það hafi stutt harðstjórn Saddams Husseins. Veröldin er ekki svona einföld – sem betur fer. En menn eins og George Bush og Davíð Oddsson sjá hlutina einungis svart eða hvítt. Betur þekkt sem annað-hvort-ertu-með-okkur-eða-á-móti-okkur-syndromið. Davíð Oddsson, forsætis- og utanríkisráðherra til alltof margra ára, er illa haldinn af syndrominu og segir að þeir sem hafi verið á móti stríðinu og stuðningi Íslands við innrásina hafi stutt og viljað að harðstjórinn Saddams Husseins sæti áfram! Jafnframt hefur Davíð sagt að ef við Íslendingar myndum taka okkur af lista hinna viljugu þá værum við að styðja að Saddam væri fenginn völd á ný. Það er ótrúlegt að menn sem hugsa og tala svona hafi getað gegnt forystu í ríkisstjórn Íslands sem forsætisráðherra í 13 ár.

Vondur málstaður varinn
Seinustu daga hefur verið athyglisvert svo ekki sé meira sagt að hlusta á málflutning og viðbrögð stjórnarliða við könnunni sem Gallup gerði og sýndi að 84% Íslendinga eru á móti því að við séum á lista hinna viljugu þjóða. Davíð skilur ekkert í því að Gallup ,,skuli spyrja svona” og taka þátt í ,,uppþoti stjórnarandstöðunnar”. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, reyndi að gera lítið úr lista hinna viljugu og sagði listann ekki skipta máli. Siv Friðleifsdóttir, sem gerir lítið annað þessa dagana en að verja hin fjölmörgu vondu-mál-ríkisstjórinnar með von í hjarta um ráðaherrastól að nýju, reyndi einnig að draga úr vigt lista hinna viljugu og sagði aukinheldur að nú væri aðeins uppbyggingin eftir og að ,,fólk virðist ekki átta sig á því.” Þá er nú aldeilis gott að 84% þjóðarinnar geti treyst á þingflokka framsóknar- og sjálfstæðismanna varðandi stuðning Íslands við innrásina í Írak af því að þessi 84% geta ekki haft og geta ekki myndað sér sjálfstæða skoðun. Eða hvað?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand