Útilegan færð í skjól! Sjáumst í frábæru stuði á eftir

Ýmsir athugulir menn hafa tekið eftir rigningu úti í dag. Ungir jafnaðarmenn láta ekki svoleiðis smáatriði stoppa sig í útilegustuðinu! Við flytjum útileguna frá Kleppjárnsreykjum á Sturlureyki, sem er næsti bær við.

Ýmsir athugulir menn hafa tekið eftir rigningu úti í dag. Ungir jafnaðarmenn láta ekki svoleiðis smáatriði stoppa sig í útilegustuðinu! Við flytjum útileguna frá Kleppjárnsreykjum á Sturlureyki, sem er næsti bær við. Þar er STÓRT einbýlishús þar sem slatti getur sofið og svo tjöldum við í kring eftir þörfum.

LEIÐBEININGAR: Keyrið eins og þið séuð á leið í Reykholt í Borgarfirði. Farið til vinstri í gegnum Kleppjárnsreyki (þar sem útilegan átti að vera), beygið til hægri þar sem stendur “Reykholt” og þá er þetta fyrsta beygja til vinstri.
Húsið okkar er stórt tveggja hæða einbýlishús, hvítt með rauðu þaki.

TAKA MEÐ: Viðlegubúnað eftir sem áður, vitum ekki hversu margir þurfa að vera í tjöldum og svo auðvitað svefnpoka og dýnur. Við verðum með plastdiska og glös, klósettpappír og grill að ógleymdri heitu sósunni sem hún Guðrún Birna ætlar að bjóða okkur uppá. Þess má geta að GB reddaði húsinu og er hér með kjörin Jafnaðarmaður mánaðarins.

Gítarar og allt svoleiðis vel þegið!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand