Bíladagar

,,Ég tek undir þau orð bæjarstjóra míns að einstaklingar verða að taka ábyrgð á gerðum sínum”. Segir Valgerður Húnbogadóttir í grein dagsins.Að mörgu leyti gerði ísbjörninn í Skagafirði Akureyringum greiða með því að birtast daginn eftir að bílahelginni miklu lauk þar í bæ. Verð ég að segja að Akureyringar eiga það svo sannarlega skilið að dregið sé úr neikvæðri athygli i þeirra garð. Mikil hátíðarhöld voru í bænum þessa helgi og skemmtu heimamenn sér konunglega þá umræddu nótt er utanbæjarmenn máluðu bæinn rauðan.

Þessa umræddu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 14. júní, útskrifaði Háskólinn á Akureyri 328 kandídata, en ég hef ekki heyrt á það minnst í neinum fjölmiðlum. Mikið af afburðarnemendum brautskráðust og má m.a. nefna Sigurlínu Stefánsdóttur dúx skólans en hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði. Heyrði ég því fleygt að hún hefði útskrifast með hæstu meðaleinkunn í sögu skólans. Ekki sá ég heldur minnst á það í neinum fjölmiðlum þó svo að á sama tíma hafi margar fréttatilkynningar fjallað um óeirðir í bænum þessa helgi. Þá hlaut Birna Ágústsdóttir verðlaun fyrir besta námsárangur í lögfræði en þykir mér það merkilegt sökum þess að hún er ólétt af sínu þriðja barni og hefur hún stundað nám samhliða tveimur meðgöngum. Háskólinn á Akureyri útskrifaði þessa helgi í fyrsta sinn lögfræðinga með M.L. gráðu en það komst ekki heldur á síður dagblaðanna. 328 útskriftarnemar skemmtu sér konunglega þennan dag og áttu flestir afar góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina og skemmtu sér vel í heimahúsum. Þykir mér rétt að þessi hópur hljóti verðskuldaða athygli fjölmiðla þrátt fyrir að hafa hvorki skallað fólk né kastað flugeldum.

Mér þykir það miður að fáeinir “svartir sauðir”, svo ég vitni nú í bæjarstjóra Akureyrar, skuli skyggja á slíkan gleðidag í huga heimamanna. Hvernig stendur á því að einungis skuli vera fjallað um það sem miður fór þessa helgi en ekki um gleðitíðindi á borð við þau sem ég minntist á hér að ofan. Ég tek undir þau orð bæjarstjóra míns að einstaklingar verða að taka ábyrgð á gerðum sínum. Hvernig getur annars eitt bæjarfélag tekið ábyrgð á gjörðum hóps utanbæjarmanna.

Mig langar að lokum til að óska aðstandendum bíladaganna til hamingju með velheppnaða helgi. Það er jú enginn fullkominn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand