Taktlaust

Fólk getur verið mismunandi taktlaust. Þar er ekki endilega átt við að fólk fylgi ekki rytma tónlistarinnar heldur er viss óskrifaður rytmi í mannlegum samskiptum. Fólk er mis móttækilegt fyrir þessum ósýnilega rytma. Þeir sem ekki kunna sig í mannlegum samskipum er oft kallaðir taktlausir. Á tímum fjölgreindarkenninga Gardners er þetta taktleysi úskýrt sem skotur á tilfinningagreind. Ég vil þó hallast að því að hundurinn liggi stundm grafinn í frekju og yfirgangssemi. Fólk getur verið mismunandi taktlaust. Þar er ekki endilega átt við að fólk fylgi ekki rytma tónlistarinnar heldur er viss óskrifaður rytmi í mannlegum samskiptum. Fólk er mis móttækilegt fyrir þessum ósýnilega rytma. Þeir sem ekki kunna sig í mannlegum samskipum er oft kallaðir taktlausir. Á tímum fjölgreindarkenninga Gardners er þetta taktleysi úskýrt sem skotur á tilfinningagreind. Ég vil þó hallast að því að hundurinn liggi stundm grafinn í frekju og yfirgangssemi.

Forseti Alþingis er taktlaus maður. Hvort sem við kennum um skorti á tilfinningu fyrir hinni hátíðlegu stund sem setning Alþingis er eða við skellum skuldinni á frekju og yfirgangssemi þá fór hann yfir strikið í setningarræðu sinni. Það er svo sem erfitt að tjónka við fullorðinn mann og skamma hann fyrir taktleysi sitt en fólk gerir sér sem betur fer grein(d) fyrir hvenær nóg er komið. Þeir alþingismenn sem gengu út á meðan á ræðunni stóð og sýndu með því vanþóknun sína á dómgreindarleysi forseta Alþingis fengu sig fullsadda af dónaskapum og beittu þeirri aðferð sem þeir höfðu úr að spila til að siða hæstvirtan forseta. Þetta var smekklega gert. Ekki með látum og veseni heldur táknræn athöfn sem bar virðingu fyrir tilefninu en það er hreinlega ekki hægt að sitja undir öllu.

Nei það er ekki hægt að samþykkja og leggja blessun sína yfir það sem ekki fylgir sannfæringu manns. Þá sendur maður upp og segir hug sinn. En það er ekki vel séð hjá öllum. Ég hef áður gert það að umtalsefni mínu þegar Dagný Jónssdóttir tók heljastökk í þveröfuga átt í máli fjárveitinga til háskólans. Þar var hún í samþykkiskór Framsóknaflokksins um fjársvelti Háskóla Íslands. Þarna passaði hún sig á að sitja sem fastast og láta allt yfir sig ganga í skjóli samstöðu flokksins og tryggingu eigin framtíðar innan hans. En þeir eru til sem hafa skýrari hugsjónir og þora að fylgja eigin sannfæringu. Kristinn H. Gunnarsson fylgdi sinni sannfæringu og sigldi móti flokksbræðrum sínum. Þetta var óþægilegt fyrir alla aðila en sumt er bara ekki hægt að láta yfir sig ganga. Nú hefur flokksforysta Framsóknaflokksins aldeilis tryggt að ekki verða neinar óþægilegar flúðasiglingar innan flokksins í vetur. Kristinn var hreinlega rekinn útaf. En það sem framsóknarmenn virðast ekki gera sér gein fyrir er að þeir settu Kristinn alls ekki inná, það voru kjósendur. Nú er búið að ógilda þeirra atkvæði og þeirra maður settur á bekkinn. Um Kristinn gilda greinilega ekki sömu lögmál og hann Geir Haarde talaði um í fréttum í daginn. Þar sagði hann að fólk sem færi ekki eftir sannfæringu sinni hlyti aldrei frama í stjórnmálum. Einkennilegt, Kristinn fór einmitt eftir sinni sannfæringu og hann var bara settur útaf. Einkennilegur frami það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand