Ungt fólk til áhrifa

og framboðslistar sem endurspegla samfélagið

Í kjölfar landsfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var dagana 6. – 7. nóvember s.l. lýsa Ungir jafnaðarmenn yfir eindregnum stuðningi við ungt fólk til forystu í næstu Alþingiskosningum sem fyrirhugaðar eru 25. september árið 2021. Ungt fólk af fjölbreyttum uppruna, úr ýmsum lögum samfélagsins, úr mismunandi landshlutum og með alls kyns efnahagslegan og félagslegan bakgrunn var áberandi á landsfundinum.

Þetta unga fólk tók virkan þátt í almennum umræðum sem opnar voru landsfundarfulltrúum á föstudagskvöldinu og jafnframt var ungt fólk áberandi í hinum ýmsu opnu dagskrárliðum helgarinnar. Senn fer að líða að uppstillingu, prófkjöri og öðrum aðferðum við uppsetningu lista til Alþingiskosninga og þar eru Ungir jafnaðarmenn með skýlausa kröfu: Að fólk á aldrinum 18 til 35 ára verði metið að verðleikum og ekki aðeins til sýnis, heldur skipi að minnsta kosti eitt af þrem efstu sætum á framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum. 

Ungt fólk hefur undanfarin ár skipað stóran sess innan flokksins. Það hefur gegnt trúnaðarstörfum, verið ráðið til starfa og tekið virkan þátt í flokknum svo tekið hefur verið eftir. Jafnframt hefur stækkandi hópur ungs fólks skráð sig til leiks síðustu misseri og er stór hluti reiðubúinn að fylkja sér um hugsjónir jafnaðarmanna í komandi kosningum. Þetta gerist þó ekki nema framboðslistar endurspegli raunverulega samfélagið og ungu fólki sé treyst fyrir því valdi sem kjörnir fulltrúar fara með.

Þá skora Ungir jafnaðarmenn á Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands, að setja fram framboðslista sem endurspegla þann fjölbreytileika sem til staðar er í íslensku samfélagi. Ungir jafnaðarmenn kalla eftir því að einstaklingar af erlendum uppruna verði sýnilegir á framboðslistum Samfylkingarinnar og að konur verði áberandi í oddvitasætum. Þá leggja Ungir jafnaðarmenn áherslu á að fjölbreytileiki samfélagsins endurspeglist að öðru leyti í framboðslistum Samfylkingarinnar í næstu Alþingiskosningum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand