Alexandra Ýr van Erven, útgáfystýra Unga Jafnaðarmanna, var í gær kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins.
Alexandra er 26 ára gamall háskólanemi í stjórnmálafræði og ensku. Hún hefur verið virk í Samfylkingunni um nokkurt skeið en einnig verið virk í Röskvu og Stúdentaráði Háskóla Íslands.
„Við í UJ tölum stundum um að við séum einskonar samviska flokksins. Samviska, sem er fyrirmynd flokksins hvað varðar heiðarleg og gegnsæ stjórnmál og það er mikilvægt að þessar samviskusömu raddir ungs fólks heyrist innan stjórnar flokksins.“
Við óskum Alexöndru innilega til hamingju með kjörið og góðs gengis í stjórn flokksins næstu tvö árin. Ungt fólk til áhrifa!
