Ungt fólk hvatt til að kjósa í Reykjavík

Netkosning í fyrsta sinn, utankjörfundur og aðalkjörfundur á laugardaginn vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem valið verður í efstu sæti framboðslista flokksins í höfuðborginni fyrir komandi alþingiskosningar. Kæru félagar í Reykjavík.

Eins og þið væntanlega vitið flest þá heldur Samfylkingin í Reykjavík prófkjör nk. laugardag 11. nóvember þar sem valið verður í efstu sæti framboðslista flokksins í höfuðborginni fyrir komandi alþingiskosningar.

– Hverjir geta kosið?
Ungliðar búsettir í Reykjavík eru hvattir til að móta sér skoðun um frambjóðendur og taka þátt í prófkjörinu. Hægt er að ganga við 16 ára aldur í Unga jafnaðarmenn í Reykjavík og gerast þannig félagi í Samfylkingunni alveg fram að kjördag. Óflokksbundið fólk sem ritar undir stuðningsyfirlýsingu á kjörstað hefur einnig rétt til þátttöku í prófkjörinu.

– Hvar verður kosið?
Aðalkjörfundur verður 11. nóvember kl. 10-18 í Félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7 á móti Laugardalshöllinni.

– Netkosning
Þeir sem voru skráðir í eitt af aðildarfélögum Samfylkingarinnar eins og t.d UJR fyrir 21. október sl. og hafa skráðan gsm í símaskrá símafyrirtækjanna geta greitt atkvæði á netinu en netkosning mun fara fram á föstudaginn og laugardaginn. Þeir sem geta nýtt sér þessa nýjung eiga að hafa fengið staðfestingu á ví í formi sms-skilaboða í gær miðvikudag. Flokksfélagar eru hvattir til að nýta sér þennan rétt og gera sitt til að koma í veg fyrir að raðir myndist á kjörstað á laugardag.

– Utankjörfundur
Þeir sem eiga ekki kost á því að kjósa á netinu eða mæta á kjörstað er bent á utankjörfundaratkvæðagreiðsluna sem fer fram þessa dagana í höfuðstöðvum flokksins við Hallveigarstíg 1. Hægt er að skrá sig í flokkinn á staðnum eða skrifa undir stuðningsyfirlýsingu. Í dag fimmtudag er hægt að kjósa á milli kl. 10-18 og á morgun föstudag frá kl. 10-20.

– Kosningavaka
Búist er við fyrstu tölum fljótlega eftir að kjörfundi lýkur kl. 18 á laugardaginn. Kosningvakan fer fram á Gomo sem er gamla Sportkaffi/Felix í Þingholtsstræti og þangað eru allir hvattir til að mæta.

Að sögn formanns kjörstjórnar verða fyrstu tölur lesnar upp í Þróttaraheimilinu en þær seinni á kosningavökunni á Gomo.

Að lokum vil ég hvetja ykkur til að nýta réttinn til að taka þátt í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á hverjir mynda forystu flokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum.

Með rauðri og góðri Samfylkingarkveðju,
Kjartan Due Nielsen
formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
kjartandue@gmail.com / 699-5004

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand