[Ályktun] Lækkum áfengiskaupaaldurinn

UJ hvetja þingmenn til að beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á léttvíni og bjór verði lækkaður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár.

Ungir jafnaðarmenn hvetja þingmenn til að beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á léttvíni og bjór verði lækkaður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár. Einstaklingum á aldrinum 18 til 20 ára er treyst fyrir mun veigameiri ákvörðunum en neyslu áfengis og eru núverandi lög hvort tveggja í senn, barn síns tíma og í engu samræmi við fyrirkomulag áfengismála í nágrannalöndum okkar. Ennfremur er líklegt að lækkun áfengiskaupaaldurs á léttvíni og bjór stuðli að jákvæðri breytingu á drykkjumynstri ungmenna enda mun meiri hætta á ofdrykkju við neyslu sterkra vína.

Fyrir tveimur árum lögðu 23 þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslynda flokknum fram frumvarp til laga um málið, sem fékk því miður ekki afgreiðslu úr nefnd. Skora Ungir jafnaðarmenn á þessa 23 þingmenn að fá a.m.k. níu aðra í lið með sér til viðbótar og drífa málið í gegn áður en kjörtímabilinu lýkur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand