Ungt fólk á samleið með Samfylkingunni

Ég vil að lokum hvetja ungt fólk sem er áhugasamt um frelsi, jafnrétti og bræðralag til að mæta á landsþingið og kynnast kraftmiklu starfi ungliðarhreyfingar Samfylkingarinnar. Allar nánari upplýsingar um þingið er hægt að nálgast á vefriti Ungra jafnaðmarnna, politik.is, en þar einnig að finna nýja pólitíska pistla á degi hverjum. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar heldur sitt sjötta landsþing um næstu helgi og verður þingið haldið í húsnæði flokksins við Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Landþingið hefst klukkan 13 á laugardaginn og geta þeir sem hafa áhuga skráð sig á þingið þá.

Menntun fyrir alla óháð efnhag
Menntamál verða í brennidepli, enda eitt helsta hagsmunamál ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með lyklavöld í menntamálaráðuneytinu í 19 ár af síðustu 22 árum, eða frá því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu ríkisstjórn árið 1983. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn m.a. komið þjóðskólanum, Háskóla Íslands, í þá fordæmalausu stöðu að þurfa að neita hundruðum einstaklingum um skólavist vegna fjárskorts og beita fjöldatakmörkunum eða að taka upp skólagjöld ella. Báðir kostirnir eru óviðunandi. Viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við fjárhagsvanda Háskóla Íslands stuttu eftir að hún tók við embætti menntamála voru: ,,Hann er ekkert blankur”.

Háskólinn ekki blankur?
Í nýsamþykktri stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins segir: ,,Landsfundur leggur til að nemendur við opinbera háskóla taki í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt.” Ungir jafnaðarmenn hafna skólagjaldaleið Sjálfstæðisflokksins alfarið og telja það algjört grundvallaratriði að hver einstaklingur geti sótt sér menntun án tillits til efnahags.

Frammistaða Sjálfstæðisflokksins er heldur dapurleg í menntamálum og það virðist vanta skilning á gildi menntunar. Þær þjóðir sem fjárfesta duglega í menntun hafa t.a.m. hærri landsframleiðslu á hvern einstakling. Því má ekki gleyma að Framsóknarflokkurinn, sem er á sínu tíunda ári í ríkisstjórnarsamstarfi við Valhallarmenn, ber einnig ábyrgð á því hvernig komið er fyrir menntamálum þjóðarinnar.

Menntun undirstaða atvinnulífs
Hér á landi lýkur fólk framhaldsskólaprófi langelst af OECD ríkjunum. Þá eru Íslendingar aðeins í 14. sæti af 28 af þessum sömu þjóðum þegar kemur að framlögum til menntamála og miðað er við einstaklinga á skólaaldri. Í samanburði við hin Norðurlöndin þá hafa u.þ.b. 30% færri Íslendingar á aldrinum 25- 34 ára lokið framhaldsskólaprófi. Í þessum sama aldursflokki hafa rúmlega 10% færri Íslendingar lokið háskólaprófi.

Með stórbættu menntakerfi, frá leikskóla til háskóla og frá grunnnámi til símenntunar, verður brautin rudd fyrir blómlegt atvinnulíf. Auka þarf fjárframlög til háskólastigsins þar til sama hlutfall og hjá frændþjóðum okkar er náð og fjöldi þeirra einstaklinga sem útskrifast með háskólapróf verður í líkingu við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.

Lýðræði gert hátt undir höfði
Ungir jafnaðarmenn hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á lýðræðismál. Tryggja þarf rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá þar sem gerðar yrðu kröfur um að ákveðinn lágmarksfjöldi kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Eins og staðan er núna eru engin bein ákvæði um rétt kjósenda til slíks í stjórnarskránni. Þetta er stór galli á lýðræðisskipan okkar.

Ungir jafnaðarmanna vilja að landið verði gert að einu kjördæmi en með því er tryggt að atkvæði allra séu jafngild. Auk þess yrði því meini sem kjördæmapot er vonandi útrýmt.

Ungir jafnaðarmenn vilja að sett verði skýr lög um fjárreiður stjórnmálaflokka og telja það rétt almennings að vita hverjir standi að baki þeim flokkum sem eru í framboði hverju sinni. Með þessu móti er hægt að koma í veg fyrir að fjársterkir aðilar hafi óeðlileg áhrif á starfsemi og stefnu stjórnmálaflokka. Þar fyrir utan má spyrja sig af því hvaða hag yfir höfuð fyrirtæki hafi á að setja fjármagn inní stjórnmálaflokkanna.

Stjórnvöld hefji aðildarviðræður
Ungir jafnaðarmenn vilja að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB og beri síðan aðildarsamninginn undir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íslenska þjóðin mun eiga síðasta orðið. Með inngöngu okkar í ESB mun viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja koma til með að gjörbreytast, tollar falla niður og viðskipti og fjárfestingar stóraukast. Kjör neytenda munu batna stórlega með lækkuðu verði á nauðsynjavörum og samkeppni aukast á heimamarkaði. Með upptöku evrunnar lækka vextir og stöðugleiki mun aukast.

Vertu með
Ég vil að lokum hvetja ungt fólk sem er áhugasamt um frelsi, jafnrétti og bræðralag til að mæta á landsþingið og kynnast kraftmiklu starfi ungliðarhreyfingar Samfylkingarinnar. Allar nánari upplýsingar um þingið er hægt að nálgast á vefriti Ungra jafnaðmarnna, politik.is, en þar einnig að finna nýja pólitíska pistla á degi hverjum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand