Frelsi => jöfnuður => tækifæri

Nú um helgina fer fram í Reykjavík landsþing Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, undir yfirskriftinni frelsi=>jöfnuður=>tækifæri. Frelsishugtakið er eitt grunnhugtaka í hugmyndafræði jafnaðarmanna. Í hugum okkar stendur það þó ekki eitt og sér heldur er samofið jafnrétti og samhjálp og bræðralagi. Hér er um að ræða eina heild þar sem hvert hugtak styður við hin og veitir þeim jafnframt aðhald. Nú um helgina fer fram í Reykjavík landsþing Ungra jafnaðarmanna, ungliða- hreyfingar Samfylkingar- innar, undir yfirskriftinni frelsi=>jöfnuður=>tækifæri. Frelsishugtakið er eitt grunnhugtaka í hugmyndafræði jafnaðarmanna. Í hugum okkar stendur það þó ekki eitt og sér heldur er samofið jafnrétti og samhjálp og bræðralagi. Hér er um að ræða eina heild þar sem hvert hugtak styður við hin og veitir þeim jafnframt aðhald.

Íhaldsmenn vilja gjarnan láta fólk halda að þeir séu hinir sönnu boðberar frelsis. Þeir slíta hugtakið þó jafnan úr öllu samhengi, en við það skekkist myndin. Og það er þessi skakka mynd sem íhaldsstefnan boðar. Frelsi íhaldsins þýðir fyrst og fremst viðskiptafrelsi, frelsi fjármagns, frelsi til þess að nýta innflutt láglaunavinnuafl, frelsi frá skattgreiðslum og séreignarréttur. Þessu fylgir svo takmarkaður áhugi á mannréttindum, hinum ófrjálsu í samfélaginu og öðru sem ekki hefur beint efnahagslegt gildi. Áherslur stjórnvalda í skattamálum, sem fyrst og fremst koma hinum efnameiri til góða, sýna glögglega að íhaldinu er frelsi í raun ekki sérstaklega hugleikið, að minnsta kosti ekki frelsi almennings. Tilburðir til einkavæðingar í heilbrigðis- og menntakerfi og veiking sjálfstæðra eftirlitsstofnana á borð við Samkeppnisstofnun draga upp sömu mynd af hinu sönnu merkingu frelsis í hugum íhaldsmanna.

Frelsi jafnaðarmanna byggist aftur á móti á því að allir þegnar samfélagsins séu frjálsir. Í því felst að allir fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, dregið sé úr fátækt, því hinir tekjuminni hafa minna frelsi í markaðsþjóðfélagi nútímans, og allir fái menntun án tillits til fjárhagsstöðu. Frelsi kvenna er einnig lykilþáttur í þessu sambandi og í því felst að nauðsynlegt er að samþætta vinnu og heimilislíf og jafna kjör kynjanna. Mannréttindi eru í hávegum höfð því nauðsynlegt er að jafna stöðu minnihlutahópa í íslensku samfélagi. Einnig skipta hlutir eins og nýsköpun, frelsi til viðskipta, ómenguð náttúra og fjölmenning höfuðmáli í því frjálsa samfélagi sem við viljum byggja. Í huga jafnaðarmanna er enginn vafi að framangreind atriði leiða til aukins frelsis til þátttöku í samfélaginu, sem aftur mun draga úr afbrotum og skapa grundvöll fyrir fjölbreytilegt fjölmenningarlegt samfélag. Jöfnuður og samhjálp eru besta leiðin til þess að samfélagið allt, einstaklingar og fyrirtæki njóti frelsis

Jafnaðarmenn standa nú í harðri pólitískri baráttu fyrir hag þjóðarinnar allrar, baráttu sem háð er af virðingu fyrir öllum einstaklingum, óháð samfélagslegri stöðu þeirra. Öflugt heilbrigðis- og menntakerfi er sterkasta vopnið í frelsisbaráttu nútímans, baráttu hverrar tími er kominn, baráttu sem ekkert okkar hefur efni á að tapist.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand