Góður fundur með Ellerti B. Schram, formanni 60+

Ungir jafnaðarmenn fengu á dögunum Ellert B. Schram, formann 60+, í spjalltil sín. Það var vikrilega gaman að hitta Ellert og heyra hvað hann hafðiað segja um málefni eldri borgara. Það var af nógu að taka því núverandi ríkisstjórn hefur því miður ekkisinnt þessum málaflokki sem skyldi og skilið eldri borgara eftir úti íkuldanum. Ýmsar aðstæður í þjóðfélaginu hafa komið verulega illa við kjöreldri borgara og komið í veg fyrir að þeir hafi fengið að njóta hinssvokallaða góðæris, þvert á móti hafa kjör þeirra versnað til muna. Ungir jafnaðarmenn fengu á dögunum Ellert B. Schram, formann Samfylkingarfélagsins 60+, í spjall til sín. Það var virkilega gaman að hitta Ellert og heyra hvað hann hafði að segja um málefni eldri borgara.

Það var af nógu að taka því núverandi ríkisstjórn hefur því miður ekki sinnt þessum málaflokki sem skyldi og skilið eldri borgara eftir úti í kuldanum. Ýmsar aðstæður í þjóðfélaginu hafa komið verulega illa við kjör eldri borgara og komið í veg fyrir að þeir hafi fengið að njóta hins svokallaða góðæris, þvert á móti hafa kjör þeirra versnað til muna.

Það er margt sem gerir það að verkum að kjör eldri borgara hafa versnað í samanburði við aðra hópa. Sem dæmi má taka að tenging lífeyrisgreiðslna við launavísitölu var slitin árið 1995, ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu að þetta myndi ekki rýra bæturnar með árunum en annað kom því miður á daginn. Áður var grunnlífeyrir reiknaður út sem hlutfall af lágmarkslaunum verkafólks og árið 1995 var hann 24,94% en árið 2003 var hann þegar kominn niður í 21,1%. Hækkanir á lyfjakosnaði og húsnæðiskostnaði hefur einnig komið illa við eldri borgara. Talið er að eldri borgarar hafi orðið fyrir um 4.5 milljarða skerðingu að þessum sökum, þetta verður að sjálfsögðu að leiðrétta. Einnig má nefna að frysting persónuafsláttar hefur gert það að verkum að skattbyrði hefur stóraukist á þessum hópi á síðustu árum ásamt öðrum launalágum hópum eins og nemum, atvinnulausum, lífeyrisþegum og láglauna fólki yfir höfuð. Sem dæmi má taka að ellilífeyrisþegi sem er með 110 þúsund krónur á mánuði þarf að greiða um 14% af sínum tekjum í skatt en greiddu 2,3% af samsvarandi tekjum fyrir 10 árum.

Í dag er verulega stór hópur aldraðra sem ekki hefur tekjur sem nemur lágmarks framfærslukostnaði og ríkisstjórnin virðist ekki gera sér grein fyrir að þeir sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóði þurfa líka að lifa. Fram hefur komið að yfir 10 þúsund eldri borgarar hafa innan við 110 þúsund til framfærslu á mánuði, sem síðan eru greiddir skattar af. Þessi upphæð er fyrir neðan öll velsæmismörk. Samkvæmt útreikningum hagstofunnar er lágmarksupphæð til framfærslu talin vera um 145 þúsund á mánuði, það gefur því auga leið að þessir 10 þúsund einstaklingar búa við verulega bág kjör. Ef eitthvað er þá er dýrara fyrir eldri borgara að lifa en marga aðra. Sem dæmi má taka að margir þeirra þurfa að standa undir verulegum lyfjakosnaði og virðisaukaskattur á lyf í dag er hreinlega allt of hár.

Ellert fór inn á marga aðra þætti er snerta kjör aldraðra eins og t.d. um aðbúnað aldraðra, skort á heimavist og hjúkrunum, ósanngjarna skattheimtu ofl.

Við ræddum ýmsar tillögur til úrbóta sem við munum leggja fyrir landsþingið næstu helgi. Ég vonast til að sjá sem flesta þar svo við getum rætt þessi mál í þaula.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand