Ungir taka þátt í flokksvali Suðvesturkjördæmis

Tveir ungir jafnaðarmenn gefa kost á sér í Suðvestur kjördæmi.

Tveir ungir jafnaðarmenn taka þátt í flokksvali í Suðvesturkjördæmi. Þeir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, sitjandi formaður UJ, nemi í stjórnmálafræði og verkefnastjóri fyrir Sambands Íslenskra Framhaldskólanema gefur kost á sér í 3-5. sæti og Geir Guðbrandsson, gjaldkeri UJ 2009-10. Nemi í viðskiptafærði og vaktstjóri í 5. Sæti. UJ óskar þeim góðs gengis í komandi prófkjörsbaráttu.

Hér má sjá listann í heild sinni:
Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, Árni Páll Árnason, alþingismaður, í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið