Hrafnhildur í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

Tilkynning um framboð í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

 

Tilkynning um framboð í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

Ég er stjórnmálafræðingur að mennt og formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég gef kost á mér í 5. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir Samfylkinguna. Ég var um tíma framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna, var kosin í framkvæmdastjórn flokksins á síðasta landsfundi og á sæti í stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík.

Ég tel að við verðum að skapa hér raunveruleg verðmæti og samfélag sem byggir á jöfnuði og jafnrétti. Jafnrétti er bæði réttlætismál og stuðlar að því að hugvit og mannauður þjóðarinnar nýtist sem best. Verðmætin sköpum við með sterku atvinnulífi, heilbrigðri samkeppni og frelsi til athafna. Halda þarf úti góðu menntakerfi til að geta búið að sterku atvinnulífi, skilvirkri stjórnsýslu og tryggja almenna velferð.

Jafnrétti er einn af grundvallarþáttum jafnaðarstefnunnar. Enn hallar verulega á konur á vinnumarkaði og kynbundinn launamunur eykst. Það er ótækt að konum sé mismunað á þennan hátt. Launaleiðrétting kvenna má ekki bíða. Þá verðum við að taka höndum saman og vinna gegn samfélagsmeinum sem ala á ofbeldi gegn konum. Auka þarf fræðslu til ungs fólks um skaðleg skilaboð kláms og hlutgervingu kvenna og endurskoða þarf meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins.

Þá legg ég áherslu á aukið lýðræði og opið samfélag. Ég tel að það sé besta leiðin til að skapa sátt á Íslandi eftir það öldurót og ójafnvægi sem einkennt hefur Ísland á árunum eftir hrun. Ég tala fyrir auknu samráði og aðkomu fólks að ákvörðunum. Það að hafa áhrif á samfélagið eykur trú fólks á samfélaginu og stjórnvöld þurfa að starfa fyrir opnum tjöldum.

Ég hef víðtæka starfsreynslu, ég hef starfað sem deildarstjóri þjónustuvers Reykjavíkurborgar, ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers, blaðamaður um rafræna stjórnsýslu hjá fréttamiðli í Bretlandi og starfar nú sem sérfræðingur á Þjóðskjalasafni.

Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 5. sæti í Reykjavík.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið